Sunna: Trúi því að pabbi og systir mín berjist með mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. mars 2017 19:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga í Kansas City um síðustu helgi. Hún hafði þá betur gegn hinni bandarísku Mallory Martin í hörkubardaga hjá Invicta-bardagasambandinu. Bardagi Sunnu og Martin var rosalegur og kom það fáum á óvart að bardagi þeirra hafi verið valinn bardagi kvöldsins. Sunna vann fyrstu lotuna en Martin kom sterk til baka í annarri lotu og náði þá að vanka Sunnu og héldu margir að okkar kona væri þá búin að vera. Hún fann samt einhvern ótrúlegan kraft fyrir lokalotuna sem hún vann en hvar fann hún þetta aukabensín á tankinn? „Ég hugsa til dóttur minnar sem er að horfa og þeirra sem styðja við bakið á mér. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt um tíðina. Ætli það séu ekki þær stundir sem maður hugsar um. Þegar maður hefur þurft að standa upp aftur,“ segir Sunna alvarleg og einlæg. „Ég hef misst pabba minn og systur mína. Ég hugsa til þeirra og sæki kraft til þeirra. Ég hugsa að þau séu að berjast með mér. Ég trúi því að þau séu hjá mér. Þegar á móti blæs þá koma þau sterk inn og berjast fyrir mig ef eitthvað er.“Sunna sendir hjarta heim eftir bardagann.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirSunna á sér stóra drauma og hefur sett stefnuna á að komast að hjá stærsta bardagasambandi heims, UFC. „Ég hugsa að dyrnar séu að opnast ef þær eru ekki opnar nú þegar. Ég nýt þess samt í tætlur að berjast þar sem ég er núna. Þangað stefndi ég lengi og er að njóta hvers augnabliks.“ Jón Viðar Arnþórsson, þjálfari Sunnu og formaður Mjölnis, hefur gríðarlega trú á sinni konu og telur að hún muni fara langt. „Ef hún vinnur næstu einn til þrjá bardaga hjá Invicta að þá mun UFC banka á dyrnar. Hún er strax orðin mjög vinsæl hjá Invicta. Það vildu allir taka myndir af henni eftir bardagann. Hún fer fljótt í UFC ef vel gengur þarna,“ segir Jón Viðar og bætir við að hann sé þegar búin að ræða við fólk frá UFC um Sunnu enda þekkir hann vel til þar eftir að hafa verið í horni Gunnars Nelson frá upphafi. Sjá má fréttina hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Mamma hætti að horfa í annarri lotu Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga um helgina. Hún hafði sigur eftir þrjár rosalegar lotur gegn hinni bandarísku Mallory Martin. Móðir Sunnu hafði ekki taugar í að horfa á bardagann. 27. mars 2017 06:00 Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18 Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga í Kansas City um síðustu helgi. Hún hafði þá betur gegn hinni bandarísku Mallory Martin í hörkubardaga hjá Invicta-bardagasambandinu. Bardagi Sunnu og Martin var rosalegur og kom það fáum á óvart að bardagi þeirra hafi verið valinn bardagi kvöldsins. Sunna vann fyrstu lotuna en Martin kom sterk til baka í annarri lotu og náði þá að vanka Sunnu og héldu margir að okkar kona væri þá búin að vera. Hún fann samt einhvern ótrúlegan kraft fyrir lokalotuna sem hún vann en hvar fann hún þetta aukabensín á tankinn? „Ég hugsa til dóttur minnar sem er að horfa og þeirra sem styðja við bakið á mér. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt um tíðina. Ætli það séu ekki þær stundir sem maður hugsar um. Þegar maður hefur þurft að standa upp aftur,“ segir Sunna alvarleg og einlæg. „Ég hef misst pabba minn og systur mína. Ég hugsa til þeirra og sæki kraft til þeirra. Ég hugsa að þau séu að berjast með mér. Ég trúi því að þau séu hjá mér. Þegar á móti blæs þá koma þau sterk inn og berjast fyrir mig ef eitthvað er.“Sunna sendir hjarta heim eftir bardagann.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirSunna á sér stóra drauma og hefur sett stefnuna á að komast að hjá stærsta bardagasambandi heims, UFC. „Ég hugsa að dyrnar séu að opnast ef þær eru ekki opnar nú þegar. Ég nýt þess samt í tætlur að berjast þar sem ég er núna. Þangað stefndi ég lengi og er að njóta hvers augnabliks.“ Jón Viðar Arnþórsson, þjálfari Sunnu og formaður Mjölnis, hefur gríðarlega trú á sinni konu og telur að hún muni fara langt. „Ef hún vinnur næstu einn til þrjá bardaga hjá Invicta að þá mun UFC banka á dyrnar. Hún er strax orðin mjög vinsæl hjá Invicta. Það vildu allir taka myndir af henni eftir bardagann. Hún fer fljótt í UFC ef vel gengur þarna,“ segir Jón Viðar og bætir við að hann sé þegar búin að ræða við fólk frá UFC um Sunnu enda þekkir hann vel til þar eftir að hafa verið í horni Gunnars Nelson frá upphafi. Sjá má fréttina hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Mamma hætti að horfa í annarri lotu Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga um helgina. Hún hafði sigur eftir þrjár rosalegar lotur gegn hinni bandarísku Mallory Martin. Móðir Sunnu hafði ekki taugar í að horfa á bardagann. 27. mars 2017 06:00 Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18 Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00
Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23
Mamma hætti að horfa í annarri lotu Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga um helgina. Hún hafði sigur eftir þrjár rosalegar lotur gegn hinni bandarísku Mallory Martin. Móðir Sunnu hafði ekki taugar í að horfa á bardagann. 27. mars 2017 06:00
Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18