FH-ingar stigu stórt skref í átta að deildarmeistaratitlinum með sigri á Haukum í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi.
FH-liðið vann þarna sinn annan sigur á Haukum í vetur og er með eins stigs forskot og betri innbyrðisstöðu á Eyjamenn fyrir lokaumferðina.
Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 28-30 | FH-ingar komnir á toppinn eftir sigur í grannaslag
FH-liðið hefur unnið 4 af 6 leikjum sínum á móti Haukum og ÍBV í Olís-deildinni í vetur en einu. Þeir unnu Eyjamenn bæði á heimavelli og útivelli en sömu sögu er ekki hægt að segja af sigurleikjum liðsins á móti nágrönnunum úr Hafnarfirði.
Það er athyglisvert að FH vann Hauka í báðum leikjum liðanna á Ásvöllum í deildinni í vetur en Haukarnir unnu aftur á móti leikinn á heimavelli FH í Kaplakrika.
FH er því með þessum sigri að tryggja sér heimavallarrétt í mögulegu einvígi á móti Haukum í úrslitakeppninni en liðinu hefur gengið betur á Ásvöllum en í Kaplakrika í vetur.
Sjá einnig:Gunnar: Glórulaust hjá Heimi
FH-liðið hefur alls spilað þrettán heimaleiki í Kaplakrika í deildinni og unnið átta þeirra eða 62 prósent. FH-liðið hefur unnið 54 prósent útileikja sinna (7 af 13).
FH-ingar hafa fengið fleiri stig (5 stig) en Haukar (3) í fjórum deildarleikjum liðanna á Ásvöllum undanfarin tvö tímabil en Hafnarfjarðarliðin tvö eru hinsvegar með jafnmörg stig út úr tveimur leikjum liðanna í Kaplakrika.
Leikir FH og Hauka í Olís-deildinni í vetur:
12. október í Schenkerhöllinni á Ásvöllum
FH vann 4 marka útisigur (28-24)
15. desember í Kaplakrika
Haukar unnu 1 marks útisigur (30-29)
29 mars í Schenkerhöllinni á Ásvöllum
FH vann 2 marka útisigur (39-28)
