WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus Haraldur Guðmundsson skrifar 30. mars 2017 11:01 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Vísir/Vilhelm WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus-flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.Þar segir að hæst beri að nefna fjórar glænýjar Airbus A330-900neo breiðþotur sem leigðar séu til tólf ára frá CIT Aerospace International. „Þetta er nýjasta afurð Airbus framleiðslunnar en viðhengið „NEO“ stendur fyrir „New Engine Option“ sem þýðir ný tegund hreyfla sem minnkar eldsneytisnotkun um 14% miðað við núverandi tækni. Þetta er því hagkvæmasta breiðþotan á markaðnum í dag. Airbus NEO vélarnar eru þægilegri, langdrægari og hljóðlátari en fyrri gerðir. Í vélunum verða 365 sæti þar af 42 sæti sem eru stærri, breiðari og með auknu sætabili,“ segir í tilkynningunni. „Langdrægni Airbus A330-900neo véla er 9.750 km og gæti flogið til Hong Kong eða Honolulu frá Keflavíkurflugvelli. Listaverð hverrar vélar er 291 milljónir bandaríkjadala. Þá hafa verið keyptar tvær Airbus A321ceo ( „Current Engine Option“) flugvélar keyptar beint frá Airbus og ein Airbus A321neo flugvél leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Vélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun félagsins í Norður-Ameríku og víðar en þessi viðbót þýðir 50% sætaaukningu fyrir félagið.“ Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segist hreykinn af því að geta boðið upp á „einn yngsta flugflotann í heiminum“. „Þessi viðbót gerir okkur kleift að vaxa og leita á ný mið á fjarlægum slóðum. Þá mun stærri og nýrri floti tvímælalaust styrkja okkur í síharðnandi samkeppni þar sem glænýjar flugvélar eru mun hagkvæmari í rekstri,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus-flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.Þar segir að hæst beri að nefna fjórar glænýjar Airbus A330-900neo breiðþotur sem leigðar séu til tólf ára frá CIT Aerospace International. „Þetta er nýjasta afurð Airbus framleiðslunnar en viðhengið „NEO“ stendur fyrir „New Engine Option“ sem þýðir ný tegund hreyfla sem minnkar eldsneytisnotkun um 14% miðað við núverandi tækni. Þetta er því hagkvæmasta breiðþotan á markaðnum í dag. Airbus NEO vélarnar eru þægilegri, langdrægari og hljóðlátari en fyrri gerðir. Í vélunum verða 365 sæti þar af 42 sæti sem eru stærri, breiðari og með auknu sætabili,“ segir í tilkynningunni. „Langdrægni Airbus A330-900neo véla er 9.750 km og gæti flogið til Hong Kong eða Honolulu frá Keflavíkurflugvelli. Listaverð hverrar vélar er 291 milljónir bandaríkjadala. Þá hafa verið keyptar tvær Airbus A321ceo ( „Current Engine Option“) flugvélar keyptar beint frá Airbus og ein Airbus A321neo flugvél leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Vélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun félagsins í Norður-Ameríku og víðar en þessi viðbót þýðir 50% sætaaukningu fyrir félagið.“ Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segist hreykinn af því að geta boðið upp á „einn yngsta flugflotann í heiminum“. „Þessi viðbót gerir okkur kleift að vaxa og leita á ný mið á fjarlægum slóðum. Þá mun stærri og nýrri floti tvímælalaust styrkja okkur í síharðnandi samkeppni þar sem glænýjar flugvélar eru mun hagkvæmari í rekstri,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.
WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira