Smakkaði snjó í fyrsta skipti Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 30. mars 2017 09:00 Brynja Dan Gunnarsdóttir, fékk litlu systir sína frá Sri lanka í heimsókn, en þær systur hittust fyrst í júní á síðasta ári. Vísir/GVA „Við hittumst í júní og við smullum saman, það er eitthvað sem er svo líkt með okkur að það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Ætli það sé ekki sama nördagenið í okkur báðum. Ég stakk upp á því að hún kæmi til íslands, hún er að læra jarðfræði og hvergi áhugaverðara að vera en á Íslandi þegar kemur að því. Henni leist bara vel á það, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið uppí flugvél áður,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, spurð út í það hvernig það kom til að systir hennar, Dilmi, kom í heimsókn til Íslands. Brynja fór ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og umsjónamanni þáttarins Leitin að upprunanum, til Sri Lanka í leit að fjölskyldu sinni í fyrrasumar, en Brynja var ættleitt til Íslands sem ungbarn.Brynja ásamt systur sinni Dilmi ?og syni sínum Mána í Bláa lóninu.Mynd/Brynja„Ég setti mér það markmið daginn sem ég hitti fjölskyldu mína að halda samskiptunum og fá Dilmi hingað og helst þau öll einn daginn og það er svo gott að vera búin að fá það í gegn,“ segir Brynja og bætir við að hún láti ekki segja sér hver megi heimsækja hana og hver ekki. Það gekk ekki þrautalaust fyrir Dilmi að komast til landsins því að þegar hún ætlaði fyrst að koma hingað í febrúar fékk hún ekki vegabréfsáritun. „Ég tók ekki annað í mál en að hún kæmi hingað, sama hvað. Ég fékk svo mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig í þeirri baráttu, fyrir það er ég endalaust þakklát,“ segir hún. Það er óhætt að segja að systurnar hafi átt góðar stundir hér á klakanum og Dilmi fékk að upplifa allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Brynja fór með systur sína í vélsleðaferð með Mountaineers.Mynd/Brynja„Við fórum í geggjaða vélsleðaferð með Mountaineers. Hún var að sjá og koma við snjó í fyrsta sinn og gerði það með stæl á vélsleða uppi á jökli. Svo fórum við í Bláa lónið og áttum yndislegan tíma þar. Hún hefur mikinn áhuga á jarðhita og öllu því magnaða sem landið okkar býr yfir. Síðan fórum við á Geysi og í bústað þar sem við sáum norðurljósin og borðuðum íslenskt lamb. Við kíktum í fjórhjólaferð og á hestbak, svo áttum við yndislegan systratíma, hittum flesta mína nánustu í kaffi, borðuðum súkkulaði, settum á okkur maska og hlógum, og grétum yfir bíómyndum,“ segir Brynja þakklát. Brynja er staðráðin í því að halda áfram góðum samskiptum við fjölskyldu sína á Sri Lanka og segir að Dilmi eigi eftir að koma aftur í heimsókn. „Við reynum líklegast að skiptast á, því þetta er ekki ódýrt ferðalag en hún kemur aftur og vonandi í skóla í framtíðinni. Svo eru líklega að opnast dyr sem gera mér kleift að vera eitthvað á Sri Lanka af og til. Ég bíð bara spennt eftir frekari fregnum af því verkefni. Svo mun bróðir minn líklega gifta sig á næstu árum svo það er ýmislegt sem stendur til á næstunni,“ segir Brynja. Fékkstu að vita eitthvað meira um fjölskyldu þína úti? „Já, mamma okkar er ekki alveg til í að deila með mér hvað pabbi minn heitir, hún og amma eru þær einu sem vita það. Dilmi er mjög meðvituð um að það sé ekki uppi á borðinu og reynir því að grípa allt sem þær missa út úr sér varðandi hann og sendir mér það svo. Hún sagði mér núna að mamma hefði minnst á að ég væri með sama bros og hann, sem var gaman að heyra. Það er gaman að sjá hvað við erum líkar, vinkonur mínar tóku eftir því að við værum með alveg eins takta og hreyfingar, svo er ég nefnilega mjög lík hinni systur minni sem er líka ættleidd, svo það er alveg greinilegt að bæði gen og umhverfi hafa mikið að segja,“ segir Brynja.Brynja og Dilmi áttu góðar stundir saman. Mynd/Brynja Leitin að upprunanum Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
„Við hittumst í júní og við smullum saman, það er eitthvað sem er svo líkt með okkur að það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Ætli það sé ekki sama nördagenið í okkur báðum. Ég stakk upp á því að hún kæmi til íslands, hún er að læra jarðfræði og hvergi áhugaverðara að vera en á Íslandi þegar kemur að því. Henni leist bara vel á það, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið uppí flugvél áður,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, spurð út í það hvernig það kom til að systir hennar, Dilmi, kom í heimsókn til Íslands. Brynja fór ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og umsjónamanni þáttarins Leitin að upprunanum, til Sri Lanka í leit að fjölskyldu sinni í fyrrasumar, en Brynja var ættleitt til Íslands sem ungbarn.Brynja ásamt systur sinni Dilmi ?og syni sínum Mána í Bláa lóninu.Mynd/Brynja„Ég setti mér það markmið daginn sem ég hitti fjölskyldu mína að halda samskiptunum og fá Dilmi hingað og helst þau öll einn daginn og það er svo gott að vera búin að fá það í gegn,“ segir Brynja og bætir við að hún láti ekki segja sér hver megi heimsækja hana og hver ekki. Það gekk ekki þrautalaust fyrir Dilmi að komast til landsins því að þegar hún ætlaði fyrst að koma hingað í febrúar fékk hún ekki vegabréfsáritun. „Ég tók ekki annað í mál en að hún kæmi hingað, sama hvað. Ég fékk svo mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig í þeirri baráttu, fyrir það er ég endalaust þakklát,“ segir hún. Það er óhætt að segja að systurnar hafi átt góðar stundir hér á klakanum og Dilmi fékk að upplifa allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Brynja fór með systur sína í vélsleðaferð með Mountaineers.Mynd/Brynja„Við fórum í geggjaða vélsleðaferð með Mountaineers. Hún var að sjá og koma við snjó í fyrsta sinn og gerði það með stæl á vélsleða uppi á jökli. Svo fórum við í Bláa lónið og áttum yndislegan tíma þar. Hún hefur mikinn áhuga á jarðhita og öllu því magnaða sem landið okkar býr yfir. Síðan fórum við á Geysi og í bústað þar sem við sáum norðurljósin og borðuðum íslenskt lamb. Við kíktum í fjórhjólaferð og á hestbak, svo áttum við yndislegan systratíma, hittum flesta mína nánustu í kaffi, borðuðum súkkulaði, settum á okkur maska og hlógum, og grétum yfir bíómyndum,“ segir Brynja þakklát. Brynja er staðráðin í því að halda áfram góðum samskiptum við fjölskyldu sína á Sri Lanka og segir að Dilmi eigi eftir að koma aftur í heimsókn. „Við reynum líklegast að skiptast á, því þetta er ekki ódýrt ferðalag en hún kemur aftur og vonandi í skóla í framtíðinni. Svo eru líklega að opnast dyr sem gera mér kleift að vera eitthvað á Sri Lanka af og til. Ég bíð bara spennt eftir frekari fregnum af því verkefni. Svo mun bróðir minn líklega gifta sig á næstu árum svo það er ýmislegt sem stendur til á næstunni,“ segir Brynja. Fékkstu að vita eitthvað meira um fjölskyldu þína úti? „Já, mamma okkar er ekki alveg til í að deila með mér hvað pabbi minn heitir, hún og amma eru þær einu sem vita það. Dilmi er mjög meðvituð um að það sé ekki uppi á borðinu og reynir því að grípa allt sem þær missa út úr sér varðandi hann og sendir mér það svo. Hún sagði mér núna að mamma hefði minnst á að ég væri með sama bros og hann, sem var gaman að heyra. Það er gaman að sjá hvað við erum líkar, vinkonur mínar tóku eftir því að við værum með alveg eins takta og hreyfingar, svo er ég nefnilega mjög lík hinni systur minni sem er líka ættleidd, svo það er alveg greinilegt að bæði gen og umhverfi hafa mikið að segja,“ segir Brynja.Brynja og Dilmi áttu góðar stundir saman. Mynd/Brynja
Leitin að upprunanum Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira