Sjálfstæðisflokkurinn myndi styðja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans Anton Egilsson skrifar 8. apríl 2017 12:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan. Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan.
Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira