Barnavernd hefur lítil afskipti af tveimur hælisleitendum á barnsaldri: "Þetta er algjörlega óviðunandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. apríl 2017 18:30 Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem komu fylgdarlausir hingað til lands í september, dvelja nú einir á hosteli í Reykjavík. Héraðsdómslögmaður segir þá búa við óviðunandi aðstæður og er gagnrýnin á stjórnvöld sem hafa haft lítil afskipti af drengjunum. Hún vill að innanríkisráðherra bregðist við. Drengirnir tveir, sem eru 16 og 17 ára, smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september og fundust haldnir í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Í fyrstu dvöldu þeir á gistiheimili á Reyðarfirði. Þeir lúta forsjá barnaverndar á Reyðarfirði. Þeir eru frá Alsír og Marokkó og eru hælismálþeirra enn til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Drengjunum var útveguð fósturfjölskylda í Reykjavík en voru sendir þaðan þar sem sem umsókn viðkomandi fórsturfjölskyldu var ekki talin fullnægjandi. Síðustu mánuði hafa drengirnir dvalið á gistiheimili í Reykjavík án þess að barnavernd hafi haft mikil afskipti af þeim. „Þetta er algjörlega óviðunandi. Það er ekki í lagi að 16 ára drengir búi hérna á hosteli ásamt öðrum hælisleitendum og fái enga aðra aðstoð sem okkur ber skylda til þess að veita þeim. Þeir eru ekki að fá menntun og þeir fá tólf þúsund krónur vikulega fyrir fæði og klæði og sjá algjörlega um sig sjálfir og eru algjörlega eftirlitslausir,“ segir Lilja Margrét sem er verjandi drengjanna sem báðir hafa komist í kast við lögin. „Annar í fimm skipti þegar þeir voru að reyna komast um borð í skip til Kanada og fóru þar af leiðandi inn á athafnasvæði Eimskip. Það sem ég síðan komst að hefði mig aldrei órað fyrir. Að staða vegalausra barna sem koma hingað til Íslands sem hælisleitendur sér þessi. Það er með ólíkindum að það séu engin úrræði í boði. Ég kalla hreinlega eftir því að ráðherra innanríkismála skoði þetta,“ segir Lilja Margrét. Hún útskýrir að ástæða þess að drengirnir reyni að komast um borð í skip til Kanada sé leit að betra lífi. Meðferð á drengjunum hér á landi sé á skjön við lög og alþjóðasáttmála. „Það vantar þetta samstarf á milli nefnda og Barnaverndarstofu og Útlendingastofnunar,“ segir Lilja Margrét. Barnavernd hefur einungis mætt í eitt skipti af fimm í skýrslutöku yfir öðrum drengnum þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir því í öll skiptin. „Það er ekki einu sinni þegar þeir eru handteknir og gista í fangageymslu sem þeir hafa fullorðin aðila sér til handa,“ segir Lilja Margrét. Tengdar fréttir Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem komu fylgdarlausir hingað til lands í september, dvelja nú einir á hosteli í Reykjavík. Héraðsdómslögmaður segir þá búa við óviðunandi aðstæður og er gagnrýnin á stjórnvöld sem hafa haft lítil afskipti af drengjunum. Hún vill að innanríkisráðherra bregðist við. Drengirnir tveir, sem eru 16 og 17 ára, smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september og fundust haldnir í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Í fyrstu dvöldu þeir á gistiheimili á Reyðarfirði. Þeir lúta forsjá barnaverndar á Reyðarfirði. Þeir eru frá Alsír og Marokkó og eru hælismálþeirra enn til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Drengjunum var útveguð fósturfjölskylda í Reykjavík en voru sendir þaðan þar sem sem umsókn viðkomandi fórsturfjölskyldu var ekki talin fullnægjandi. Síðustu mánuði hafa drengirnir dvalið á gistiheimili í Reykjavík án þess að barnavernd hafi haft mikil afskipti af þeim. „Þetta er algjörlega óviðunandi. Það er ekki í lagi að 16 ára drengir búi hérna á hosteli ásamt öðrum hælisleitendum og fái enga aðra aðstoð sem okkur ber skylda til þess að veita þeim. Þeir eru ekki að fá menntun og þeir fá tólf þúsund krónur vikulega fyrir fæði og klæði og sjá algjörlega um sig sjálfir og eru algjörlega eftirlitslausir,“ segir Lilja Margrét sem er verjandi drengjanna sem báðir hafa komist í kast við lögin. „Annar í fimm skipti þegar þeir voru að reyna komast um borð í skip til Kanada og fóru þar af leiðandi inn á athafnasvæði Eimskip. Það sem ég síðan komst að hefði mig aldrei órað fyrir. Að staða vegalausra barna sem koma hingað til Íslands sem hælisleitendur sér þessi. Það er með ólíkindum að það séu engin úrræði í boði. Ég kalla hreinlega eftir því að ráðherra innanríkismála skoði þetta,“ segir Lilja Margrét. Hún útskýrir að ástæða þess að drengirnir reyni að komast um borð í skip til Kanada sé leit að betra lífi. Meðferð á drengjunum hér á landi sé á skjön við lög og alþjóðasáttmála. „Það vantar þetta samstarf á milli nefnda og Barnaverndarstofu og Útlendingastofnunar,“ segir Lilja Margrét. Barnavernd hefur einungis mætt í eitt skipti af fimm í skýrslutöku yfir öðrum drengnum þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir því í öll skiptin. „Það er ekki einu sinni þegar þeir eru handteknir og gista í fangageymslu sem þeir hafa fullorðin aðila sér til handa,“ segir Lilja Margrét.
Tengdar fréttir Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00