Fjármagnar sumarnám við Columbia með borðspili Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. apríl 2017 15:00 Mun Alexandra komast til Columbia? Mynd/Alexandra Ýr Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér. Borðspil Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér.
Borðspil Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira