Allsherjar úttekt í undirbúningi á United Silicon og aðlögunartíma hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 20:00 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir. United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir.
United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56