Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 10:56 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/GVA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. Þetta sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. „Í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón. Hann sagði að þegar bæjaryfirvöld hafi útdeilt lóð sé þau eftirlitsstofnanna að fylgjast með starfseminni og hafi yfirvöld því litið svo á að það væri á ábyrgði þeirra að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Bæjaryfirvöld, við seljum lóð, eða útdeilum lóð og þar með erum við komin til hliðar í málinu. Þá taka við eftirlitsstofnanir. Þar liggur eftirlitið með verksmiðjunni númer eitt tvö og þrjú. Þannig að þvingunaraðgerðir af okkar hálfu eru ekki til staðar. Við höfum engar lagalegar heimildir til þess ef allt er í lagi sem snýr að okkur. Þannig að við höfum haft mjög gott samband við alla umhverfisaðila.“ Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var einnig til svara á fundinum. Hún segir „Þegar hefur verið gripið til ráðstafana og ég hef stutt Umhverfisstofnun í því. Enda er það stofnunin sem fer með allt eftirlit sem og lokunarheimildir ef til þess kemur, samkvæmt lögum um hollustuþætti og mengunarvarnir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér að ég styð stofnunina í því að beita sínum ítrustu varúðarkröfum hvað þetta fyrirtæki varðar og hvað mengun yfir höfuð varðar,“ sagði Björt. United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. Þetta sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. „Í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón. Hann sagði að þegar bæjaryfirvöld hafi útdeilt lóð sé þau eftirlitsstofnanna að fylgjast með starfseminni og hafi yfirvöld því litið svo á að það væri á ábyrgði þeirra að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Bæjaryfirvöld, við seljum lóð, eða útdeilum lóð og þar með erum við komin til hliðar í málinu. Þá taka við eftirlitsstofnanir. Þar liggur eftirlitið með verksmiðjunni númer eitt tvö og þrjú. Þannig að þvingunaraðgerðir af okkar hálfu eru ekki til staðar. Við höfum engar lagalegar heimildir til þess ef allt er í lagi sem snýr að okkur. Þannig að við höfum haft mjög gott samband við alla umhverfisaðila.“ Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var einnig til svara á fundinum. Hún segir „Þegar hefur verið gripið til ráðstafana og ég hef stutt Umhverfisstofnun í því. Enda er það stofnunin sem fer með allt eftirlit sem og lokunarheimildir ef til þess kemur, samkvæmt lögum um hollustuþætti og mengunarvarnir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér að ég styð stofnunina í því að beita sínum ítrustu varúðarkröfum hvað þetta fyrirtæki varðar og hvað mengun yfir höfuð varðar,“ sagði Björt.
United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14
Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35
Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00
Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55