Erlent

Ögra Trump og Jinping

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong Un, Donald Trump og Xi Jinping.
Kim Jong Un, Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/AFP/Getty
Enn eitt eldflaugaskotið var framkvæmt í Norður-Kóreu seint í gærkvöldi. Einum degi áður en Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, munu funda, meðal annars um kjarnorkuvopnaáætlun og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu.

Eldflaugin, sem var skotið í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, flaug um 60 kílómetra austur frá hafnarborginni Sinpo á austurströnd landsins. Þar má finna kafbátastöð, samkvæmt Reuters.

Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum.

Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa náð þó nokkrum árangri með tilraunum sínum.

Embættismenn í Suður-Kóreu segja eldflaugina hafa náð um 189 kílómetra hæð. Þeir telja tilganginn hafa verið tvískiptan. Annars vegar hafi nágrannar þeirra í norðri verið að fremja tilraun á getu eldflaugarinnar og hins vegar hafi markmiðið verið að senda skilaboð til Trump og Jinping.

Donald Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu efnahagslegum þrýstingi til að draga úr vopnaáætlunum ríkisins. Þá hefur ekki verið útilokað að beita hernaði gegn einræðisríkinu alræmda.

Sjá einnig: Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur fordæmt tilraunaskotið og Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu hefur gert það einnig.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Bandaríkin hafa „talað nóg um Norður-Kóreu“ og hann ætlaði ekki að tjá sig frekar.


Tengdar fréttir

Auðga úran sem aldrei fyrr

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig.

Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim.

Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu

Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×