Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2017 10:18 Mikil uppbygging á sér nú stað í ferðaþjónustu á utanverðu Snæfellsnesi og er áætlað að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Kristin Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Jón Björnsson, þjóðgarðsvörð Snæfellsjökuls. Umsvifin sjást vel á Arnarstapa þar sem gröfur og aðrar vinnuvélar eru á fullu þessa dagana. Norðan vegar reisir Prímus kaffi nýjan veitingaskála og sunnan vegar reisir Hótel Arnarstapi nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð. Á Hellnum er verið að undirbúa hótelbyggingu og áformað er að stækka Hótel Búðir. Á Staðarsveit er nýbúið að tvöfalda sveitagistinguna á Langaholti upp í fjörutíu herbergi og á Lýsuhóli rís reiðhöll með veitingastað til að þjóna ferðamönnum.Vonast er til að framkvæmdir við nýja þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökuls hefjist á Hellissandi í haust.Mynd/Arkís arkitektar.Og ekki veitir af til að mæta fjölgun ferðamanna. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að borið hafi á því í vetur að talsvert hafi vantað upp á þjónustu. Gestirnir vilji til dæmis komast á veitingastaði. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, áætlar að nýjar fjárfestingar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu nálgist tvo milljarða króna. Þetta vegi upp þá fækkun starfa sem orðið hafi í sjávarútvegi vegna tæknivæðingar. Í ferðaþjónustunni þurfi allsstaðar fólk, eins og í gistingu, matreiðslu og flutningum. Á Hellissandi er verið að reisa nýja álmu við Sjóminjasafnið til að bæta þjónustu við gestina og þar við hliðina er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull einnig að fara að byggja, þar er búið að taka fyrstu skóflustungu að þjóðgarðsmiðstöð.Jón Björnsson þjóðgarðsvörður.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég gæti alveg trúað að svona þjóðgarður sé að velta inn í nærsamfélagið svona svipað og tveir til þrír skuttogarar, sem dæmi, ef við myndum vilja hafa samlíkingu,“ segir þjóðgarðsvörðurinn. Bæjarstjórinn tekur undir það að þjóðgarðurinn eigi þátt í auknum ferðamannastraumi út á Nesið ásamt þeirri almennu aukningu sem er til landsins. Kristinn Jónasson segir ferðamenn sækja í þjóðgarða því þar hljóti að vera eitthvað áhugavert að skoða. Það hjálpi mikið til. Nánar var fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2. Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Mikil uppbygging á sér nú stað í ferðaþjónustu á utanverðu Snæfellsnesi og er áætlað að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Kristin Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Jón Björnsson, þjóðgarðsvörð Snæfellsjökuls. Umsvifin sjást vel á Arnarstapa þar sem gröfur og aðrar vinnuvélar eru á fullu þessa dagana. Norðan vegar reisir Prímus kaffi nýjan veitingaskála og sunnan vegar reisir Hótel Arnarstapi nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð. Á Hellnum er verið að undirbúa hótelbyggingu og áformað er að stækka Hótel Búðir. Á Staðarsveit er nýbúið að tvöfalda sveitagistinguna á Langaholti upp í fjörutíu herbergi og á Lýsuhóli rís reiðhöll með veitingastað til að þjóna ferðamönnum.Vonast er til að framkvæmdir við nýja þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökuls hefjist á Hellissandi í haust.Mynd/Arkís arkitektar.Og ekki veitir af til að mæta fjölgun ferðamanna. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að borið hafi á því í vetur að talsvert hafi vantað upp á þjónustu. Gestirnir vilji til dæmis komast á veitingastaði. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, áætlar að nýjar fjárfestingar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu nálgist tvo milljarða króna. Þetta vegi upp þá fækkun starfa sem orðið hafi í sjávarútvegi vegna tæknivæðingar. Í ferðaþjónustunni þurfi allsstaðar fólk, eins og í gistingu, matreiðslu og flutningum. Á Hellissandi er verið að reisa nýja álmu við Sjóminjasafnið til að bæta þjónustu við gestina og þar við hliðina er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull einnig að fara að byggja, þar er búið að taka fyrstu skóflustungu að þjóðgarðsmiðstöð.Jón Björnsson þjóðgarðsvörður.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég gæti alveg trúað að svona þjóðgarður sé að velta inn í nærsamfélagið svona svipað og tveir til þrír skuttogarar, sem dæmi, ef við myndum vilja hafa samlíkingu,“ segir þjóðgarðsvörðurinn. Bæjarstjórinn tekur undir það að þjóðgarðurinn eigi þátt í auknum ferðamannastraumi út á Nesið ásamt þeirri almennu aukningu sem er til landsins. Kristinn Jónasson segir ferðamenn sækja í þjóðgarða því þar hljóti að vera eitthvað áhugavert að skoða. Það hjálpi mikið til. Nánar var fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2.
Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30
Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30