Örlögin á toppi og botni ráðast í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 06:00 FH-ingar fagna sigrinum á Haukum í síðustu umferð. Fréttablaðið/Ernir Úrslitin í Olís-deild karla í handbolta ráðast í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. FH dugir jafntefli gegn Selfossi til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Í Mýrinni berjast Stjarnan og Akureyri hins vegar fyrir lífFH (1.) - Selfoss (5.) FH-ingar eru með eins stigs forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. Og sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum gegn ÍBV dugir FH jafntefli gegn Selfossi á heimavelli til að verða deildarmeistarar. Það gerðist síðast 1992 en það ár vann FH alla þrjá stóru titlana sem í boði voru; urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.. Selfoss lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigri á Val í síðustu umferð og heldur því með jafntefli eða sigri á FH. Tapi Selfyssingar og Valsmenn vinna Eyjamenn endar Selfoss í 6. sætinu.Valur (6.) - ÍBV (2.) Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi. Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Afturelding (4.) - Haukar (3.) Fyrirfram er þetta minnst spennandi leikur kvöldsins. Afturelding endar í 4. sæti sama hvernig úrslit kvöldsins verða. Með tapinu fyrir FH í síðustu umferð misstu Haukar af deildarmeistaratitlinum. Þeir geta þó náð 2. sætinu ef þeir vinna Aftureldingu og ÍBV tapar fyrir Val.Grótta (7.) - Fram (8.) Grótta er örugg með sæti í úrslitakeppninni en liðið endar aldrei neðar en í 8. sæti. Seltirningar geta náð 6. sætinu ef þeir vinna Fram og Valur tapar fyrir ÍBV. Fram er sennilega í flóknustu stöðunni af öllum liðum deildarinnar en strákarnir hans Guðmundar Helga Pálssonar geta endað í 6.-9. sæti. Fram er með betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Val og getur náð 6. sætinu með sigri á Gróttu, að því gefnu að Valur tapi fyrir ÍBV. Með sigri á Gróttu er Fram öruggt með sæti í úrslitakeppninni en tap eða jafntefli gæti þýtt að liðið endaði í 9. sæti.Stjarnan (9.) - Akureyri (10.) Þetta er hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni. Stjarnan er með betri árangur í innbyrðis viðureignunum og dugir því jafntefli til að forðast 10. sætið. Jafntefli gæti einnig skilað Stjörnunni 8. sætinu og sæti í úrslitakeppninni ef Fram tapar fyrir Gróttu. Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Akureyringum í kvöld, annars falla þeir niður í 1. deild. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni. Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Úrslitin í Olís-deild karla í handbolta ráðast í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. FH dugir jafntefli gegn Selfossi til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Í Mýrinni berjast Stjarnan og Akureyri hins vegar fyrir lífFH (1.) - Selfoss (5.) FH-ingar eru með eins stigs forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. Og sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum gegn ÍBV dugir FH jafntefli gegn Selfossi á heimavelli til að verða deildarmeistarar. Það gerðist síðast 1992 en það ár vann FH alla þrjá stóru titlana sem í boði voru; urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.. Selfoss lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigri á Val í síðustu umferð og heldur því með jafntefli eða sigri á FH. Tapi Selfyssingar og Valsmenn vinna Eyjamenn endar Selfoss í 6. sætinu.Valur (6.) - ÍBV (2.) Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi. Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Afturelding (4.) - Haukar (3.) Fyrirfram er þetta minnst spennandi leikur kvöldsins. Afturelding endar í 4. sæti sama hvernig úrslit kvöldsins verða. Með tapinu fyrir FH í síðustu umferð misstu Haukar af deildarmeistaratitlinum. Þeir geta þó náð 2. sætinu ef þeir vinna Aftureldingu og ÍBV tapar fyrir Val.Grótta (7.) - Fram (8.) Grótta er örugg með sæti í úrslitakeppninni en liðið endar aldrei neðar en í 8. sæti. Seltirningar geta náð 6. sætinu ef þeir vinna Fram og Valur tapar fyrir ÍBV. Fram er sennilega í flóknustu stöðunni af öllum liðum deildarinnar en strákarnir hans Guðmundar Helga Pálssonar geta endað í 6.-9. sæti. Fram er með betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Val og getur náð 6. sætinu með sigri á Gróttu, að því gefnu að Valur tapi fyrir ÍBV. Með sigri á Gróttu er Fram öruggt með sæti í úrslitakeppninni en tap eða jafntefli gæti þýtt að liðið endaði í 9. sæti.Stjarnan (9.) - Akureyri (10.) Þetta er hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni. Stjarnan er með betri árangur í innbyrðis viðureignunum og dugir því jafntefli til að forðast 10. sætið. Jafntefli gæti einnig skilað Stjörnunni 8. sætinu og sæti í úrslitakeppninni ef Fram tapar fyrir Gróttu. Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Akureyringum í kvöld, annars falla þeir niður í 1. deild. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni.
Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira