Heyrðu Dagur... Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. apríl 2017 07:00 „Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
„Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla?“ „Við berum ekki ábyrgð á þessu. Það eru ríkisstjórnin, lífeyrissjóðirnir og leigufélögin.“ „Nei, Dagur, það voru byggðar jafn margar íbúðir í Reykjavík á árunum 2007 til 2014 eins og á árunum 1937 til 1944. Kommon, heldur þú að þetta hafi ekki áhrif?“ „Nei.“ „Ha?“ „Nei, ég meina það, það eru aðrir sem bera ábyrgðina.“ „Nú?“ „Já, ríkisstjórnin, Bjarni Ben og Davíð Oddsson, bankarnir, verkalýðshreyfingin, lífeyrissjóðirnir.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Já og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ferðamennirnir, frímúrarahreyfingin og Lions, Seðlabankinn, flugfélögin, Valur og KR, Donald Trump og gamla konan sem er alltaf á undan mér í röðinni í mötuneytinu.“ „Dagur, hættu þessu, það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því að Kristján tíundi var kóngur hérna, heldur þú að þú berir enga ábyrgð, í alvöru Dagur.“ „Neibb, þetta er Kattavinafélaginu að kenna.“ „Ertu að djóka?“ „Nei, kettir taka pláss. Svo eru það kvenfélögin og Happdrætti háskólans og?…“ „Sem sagt öllum að kenna nema þér.“ „Loksins sagðir þú eitthvað af viti, einmitt, já öllum að kenna nema mér.“
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun