Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2017 21:30 Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan.
Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30