Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 19:34 Gíbraltar klettur er fyrir sunnan Spán og hefur tilheyrt Bretlandi síðan 1713. Vísir/Getty Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“ Brexit Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“
Brexit Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira