Stokkað upp í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar og stefnt á framboð til borgarstjórnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 19:35 Nokkur átök hafa verið innan flokksins, en tveir lykilmenn; Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, sögðu sig úr flokknum rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. vísir/stefán Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“ Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“
Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00
Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27