Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn Bubbi Morthens skrifar 1. apríl 2017 07:00 Fyrirtæki sem hefur grætt tugi milljarða ákveður vegna græðgi sem er kallað hagræðing á Excel-skjali að hætta starfsemi í litlu bæjarsamfélagi, það er ekki að græða nóg og ástæðan er að krónan er vond við þau þessa stundina. Þegar krónan liggur sveitt og veik undir þunga gróðans þá hvísla þeir í græðgisbríma: Ó, ég elska þig svo heitt. En um leið og krónan er komin á fætur styrkum fótum og vill ekki þýðast þá, þá kalla þeir til blaðamannafundar og ofbeldið er opinberað í örfáum orðum: Við munum hætta allri starfsemi hér og konurnar verða látnar fara. En á meðan sitja máfurinn og múkkinn sveittir við að reikna út arðinn á þessu ári. Enn og aftur detta nokkrir milljarðar í vasana. Samfélagsleg ábyrgð hlýtur að vera nýyrði í eyrum þeirra sem stjórna, því að ekki virðist það orð hringja bjöllum. Allt fólkið sem hefur unnið af trúmennsku og látið yfir sig ganga langa stranga daga, ljósa sem dökka, það er skotið niður líkt og tívolíendur, bara vegna þess að milljarðamæringarnir eru ekki að græða nóg. Bæjarsamfélagið ákveður af veikum mætti að reyna að þóknast herranum og leitar leiða til að gleðja hann. Þau stóðu tvö föl í svölum sjávarvindi, kona og nýi bæjarstjórinn, og stundu: Við erum í sjokki. Þetta er gömul saga. Hún gerðist líka í gær og mun gerast aftur á morgun. Örfá fyrirtæki gína yfir gapandi fiskum í sjónum og á þurru landi og skrapa völlinn með Excel-skjölunum sínum. Við viljum græða, þið hjálpið okkur til þess, syngja þeir á árshátíðinni þar sem þangskógurinn bylgjast til og frá og fiskar á þurru landi fá eina kvöldstund að deila sama rými og gróðaguðirnir. Eitt augnablik gleyma þau að þau eru fiskar fastir í netmöskvum manna sem hafa eitt áhugamál. Gróði, ó, þú sæti gróði, ó, þú dásamlegi gróði, umla þeir á milli máltíða. Svo vakna þeir upp hrópandi nei! Og konan spyr: Fékkstu martröð, elskan? Og það er stunið upp: Já. Hvað var það, ljúfurinn? Mig dreymdi samfélagslega ábyrgð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem hefur grætt tugi milljarða ákveður vegna græðgi sem er kallað hagræðing á Excel-skjali að hætta starfsemi í litlu bæjarsamfélagi, það er ekki að græða nóg og ástæðan er að krónan er vond við þau þessa stundina. Þegar krónan liggur sveitt og veik undir þunga gróðans þá hvísla þeir í græðgisbríma: Ó, ég elska þig svo heitt. En um leið og krónan er komin á fætur styrkum fótum og vill ekki þýðast þá, þá kalla þeir til blaðamannafundar og ofbeldið er opinberað í örfáum orðum: Við munum hætta allri starfsemi hér og konurnar verða látnar fara. En á meðan sitja máfurinn og múkkinn sveittir við að reikna út arðinn á þessu ári. Enn og aftur detta nokkrir milljarðar í vasana. Samfélagsleg ábyrgð hlýtur að vera nýyrði í eyrum þeirra sem stjórna, því að ekki virðist það orð hringja bjöllum. Allt fólkið sem hefur unnið af trúmennsku og látið yfir sig ganga langa stranga daga, ljósa sem dökka, það er skotið niður líkt og tívolíendur, bara vegna þess að milljarðamæringarnir eru ekki að græða nóg. Bæjarsamfélagið ákveður af veikum mætti að reyna að þóknast herranum og leitar leiða til að gleðja hann. Þau stóðu tvö föl í svölum sjávarvindi, kona og nýi bæjarstjórinn, og stundu: Við erum í sjokki. Þetta er gömul saga. Hún gerðist líka í gær og mun gerast aftur á morgun. Örfá fyrirtæki gína yfir gapandi fiskum í sjónum og á þurru landi og skrapa völlinn með Excel-skjölunum sínum. Við viljum græða, þið hjálpið okkur til þess, syngja þeir á árshátíðinni þar sem þangskógurinn bylgjast til og frá og fiskar á þurru landi fá eina kvöldstund að deila sama rými og gróðaguðirnir. Eitt augnablik gleyma þau að þau eru fiskar fastir í netmöskvum manna sem hafa eitt áhugamál. Gróði, ó, þú sæti gróði, ó, þú dásamlegi gróði, umla þeir á milli máltíða. Svo vakna þeir upp hrópandi nei! Og konan spyr: Fékkstu martröð, elskan? Og það er stunið upp: Já. Hvað var það, ljúfurinn? Mig dreymdi samfélagslega ábyrgð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun