Áfram snúast hjólin í Bretlandi Stjórnarmaðurinn skrifar 2. apríl 2017 11:00 Í dag stendur til að Bretar virki formlega 50. gr. Lissabonsáttmálans, en það er samningsákvæði sem markar upphaf tveggja ára útgönguferlis úr Evrópusambandinu. Hlutabréfamarkaðir í Bretlandi hafa í upphafi viku verið óvissir í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og pundið veiktist lítillega í gær eftir stutta styrkingarhrinu. Pundið hefur veikst um 10 til 20% gagnvart helstu viðmiðunarmyntum frá Brexit síðastliðið sumar. Fasteignamarkaðurinn hefur sömuleiðis legið í nokkrum dvala. Varla þarf að fjölyrða um þá staðreynd að útganga Breta hefur haft fremur neikvæð áhrif á breskt efnahagslíf til skemmri tíma. Hvað áhrif til lengri tíma varðar á hins vegar eftir að koma í ljós. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar heyrðust ýmsar bölsýnis- og dómsdagsspár. Við Íslendingar þekkjum það hins vegar að hið alþjóðlega fjármálakerfi þjáist af gullfiskaminni á hæsta stigi. Íslendingar áttu að verða holdsveikisjúklingar í fjármálalegu tilliti eftir hrunið og síðan aftur þegar Icesave-samningunum var hafnað. Sumir, og sá sem þetta ritar þar með talinn, voru þá ef til vill helst til svartsýnir á íslenskar framtíðarhorfur. Aðeins örfáum árum síðar eru útlendingar ekki bara farnir að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum, heldur einnig orðnir fyrirferðarmeiri en áður á hlutabréfamarkaði og kjölfestueigendur stærsta banka landsins. Hvern hefði grunað það fyrir örfáum árum? Alþjóðlegir fjárfestar vilja einfaldlega ávaxta sitt pund og leita í þeim efnum þangað sem ávöxtun er að finna hverju sinni. Bretar hafa nú þegar dregið í land með sínar stórkarlalegustu yfirlýsingar um Brexit-ferlið. Þannig herma fregnir að ólíklegt sé að þeir sleppi alveg hendinni af ESB-aðild án þess að fá í staðinn einhvers konar fríverslunarsamning við sambandið. Bölsýnisspár um að bankar og fjármálafyrirtæki myndu yfirgefa London í stórum stíl hafa heldur ekki alveg gengið eftir. Hvernig sem því verður háttað er líklegt að Bretar muni að endingu ná vopnum sínum. London er heimsborg með aldagamla og rótgróna banka- og fjármálamenningu. Þar er líka töluð enska, sem eins og allir vita er tungumál viðskiptanna. Þeir hafa forskot þegar af þessum ástæðum. Sennilega halda hjólin áfram að snúast í Bretlandi, þótt tímabundið hægist aðeins á ferðinni. Því fyrr sem Theresu May tekst að marka trúverðuga stefnu í útgöngumálum, því fyrr fara hjólin að snúast fyrir alvöru.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Í dag stendur til að Bretar virki formlega 50. gr. Lissabonsáttmálans, en það er samningsákvæði sem markar upphaf tveggja ára útgönguferlis úr Evrópusambandinu. Hlutabréfamarkaðir í Bretlandi hafa í upphafi viku verið óvissir í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og pundið veiktist lítillega í gær eftir stutta styrkingarhrinu. Pundið hefur veikst um 10 til 20% gagnvart helstu viðmiðunarmyntum frá Brexit síðastliðið sumar. Fasteignamarkaðurinn hefur sömuleiðis legið í nokkrum dvala. Varla þarf að fjölyrða um þá staðreynd að útganga Breta hefur haft fremur neikvæð áhrif á breskt efnahagslíf til skemmri tíma. Hvað áhrif til lengri tíma varðar á hins vegar eftir að koma í ljós. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar heyrðust ýmsar bölsýnis- og dómsdagsspár. Við Íslendingar þekkjum það hins vegar að hið alþjóðlega fjármálakerfi þjáist af gullfiskaminni á hæsta stigi. Íslendingar áttu að verða holdsveikisjúklingar í fjármálalegu tilliti eftir hrunið og síðan aftur þegar Icesave-samningunum var hafnað. Sumir, og sá sem þetta ritar þar með talinn, voru þá ef til vill helst til svartsýnir á íslenskar framtíðarhorfur. Aðeins örfáum árum síðar eru útlendingar ekki bara farnir að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum, heldur einnig orðnir fyrirferðarmeiri en áður á hlutabréfamarkaði og kjölfestueigendur stærsta banka landsins. Hvern hefði grunað það fyrir örfáum árum? Alþjóðlegir fjárfestar vilja einfaldlega ávaxta sitt pund og leita í þeim efnum þangað sem ávöxtun er að finna hverju sinni. Bretar hafa nú þegar dregið í land með sínar stórkarlalegustu yfirlýsingar um Brexit-ferlið. Þannig herma fregnir að ólíklegt sé að þeir sleppi alveg hendinni af ESB-aðild án þess að fá í staðinn einhvers konar fríverslunarsamning við sambandið. Bölsýnisspár um að bankar og fjármálafyrirtæki myndu yfirgefa London í stórum stíl hafa heldur ekki alveg gengið eftir. Hvernig sem því verður háttað er líklegt að Bretar muni að endingu ná vopnum sínum. London er heimsborg með aldagamla og rótgróna banka- og fjármálamenningu. Þar er líka töluð enska, sem eins og allir vita er tungumál viðskiptanna. Þeir hafa forskot þegar af þessum ástæðum. Sennilega halda hjólin áfram að snúast í Bretlandi, þótt tímabundið hægist aðeins á ferðinni. Því fyrr sem Theresu May tekst að marka trúverðuga stefnu í útgöngumálum, því fyrr fara hjólin að snúast fyrir alvöru.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira