Guðmundur Helgi: Valsmenn rotuðu okkur á fyrstu mínútunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. apríl 2017 22:00 Guðmundur Helgi á hliðarlínunni í kvöld. vísir/ernir „Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það er mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur kátur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það er mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur kátur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15