Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2017 22:46 BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Vísir/Getty Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að þessi tilraun Norður Kóreumanna væri skeytingarlaus og að Bandaríkjamenn væru í nánu samstarfi við Kínverja um næstu skref. BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Yfirvöld í Norður Kóreu gáfu út í kjölfarið að þau muni jafnvel gera álíka tilraunir í hverri viku og vöruðu við allsherjarstríði ef Bandaríkin myndu beita hernaðarmætti sínum gegn þeim. Mattis sagði að flugskeytið sem Norður Kóreumenn skutu upp á sunnudag hefði ekki verið af þeirri gerð sem væri hægt að skjóta á milli heimsálfa. Engu að síður fannst honum þessi tilraun Norður Kóreumanna skeytingarlaus. „Þetta útskýrir hvers vegna við vinnum svo náið með Kínverjum þessa stundina, til að reyna koma stjórn á þetta svæði og gera Kóreuskaga kjarnaorkuvopnalausan.“Breska dagblaðið The Guardian hafði eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni að Bandaríkin íhuguðu að skjóta niður flugskeyti Norður Kóreumanna til að sýna styrk sinn. Bandaríkin eru einnig sögð íhuga frekar viðskiptaþvinganir á Norður Kóreu. Þar á meðal olíubann, alþjóðabann á flugfélag Norður Kóreu og að beita þeim kínversku bönkum sem stunda viðskipti við Norður Kóreu refsingum. Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að flugskeytatilraunir muni halda áfram. 17. apríl 2017 17:40 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að þessi tilraun Norður Kóreumanna væri skeytingarlaus og að Bandaríkjamenn væru í nánu samstarfi við Kínverja um næstu skref. BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Yfirvöld í Norður Kóreu gáfu út í kjölfarið að þau muni jafnvel gera álíka tilraunir í hverri viku og vöruðu við allsherjarstríði ef Bandaríkin myndu beita hernaðarmætti sínum gegn þeim. Mattis sagði að flugskeytið sem Norður Kóreumenn skutu upp á sunnudag hefði ekki verið af þeirri gerð sem væri hægt að skjóta á milli heimsálfa. Engu að síður fannst honum þessi tilraun Norður Kóreumanna skeytingarlaus. „Þetta útskýrir hvers vegna við vinnum svo náið með Kínverjum þessa stundina, til að reyna koma stjórn á þetta svæði og gera Kóreuskaga kjarnaorkuvopnalausan.“Breska dagblaðið The Guardian hafði eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni að Bandaríkin íhuguðu að skjóta niður flugskeyti Norður Kóreumanna til að sýna styrk sinn. Bandaríkin eru einnig sögð íhuga frekar viðskiptaþvinganir á Norður Kóreu. Þar á meðal olíubann, alþjóðabann á flugfélag Norður Kóreu og að beita þeim kínversku bönkum sem stunda viðskipti við Norður Kóreu refsingum.
Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að flugskeytatilraunir muni halda áfram. 17. apríl 2017 17:40 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að flugskeytatilraunir muni halda áfram. 17. apríl 2017 17:40
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30