Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2017 09:47 Frá vettvangi í Reykjanesbæ í morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00