Telur að fólk fái leið á „hálfvitapáskaeggjum“ Sæunn Gísladóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Ekki hugnast öllum nýir málshættir sem leyndust í páskaeggjum landsmanna í ár. Þjóðháttafræðingur segir nýju málshættina ekki eins hnitmiðaða og þá gömlu. Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00