Scania Cup meistarar Þórs frá Akureyri.mynd/jóhannes baldur guðmundsson
Tíundi flokkur Þórs Ak. vann Stjörnuna, 93-69, í alíslenskum úrslitaleik á Scania Cup, boðsmóti bestu liða Norðurlandanna í körfubolta.
Baldur Örn Jóhannesson og Júlíus Orri Ágústsson. Sá fyrrnefndi var valinn maður úrslitaleiksins og sá síðarnefndi var útnefndur Scania Cup King.mynd/jóhannes baldur guðmundssonÞetta er annað árið í röð sem þessi árgangur Þórs, strákar fæddir árið 2001, fer í úrslit á Scania Cup. Í fyrra komu þeir heim með silfrið en í ár fengu þeir gullpeninga um hálsinn.
Þórsarar voru 10 stigum yfir í hálfleik, 45-35, og lönduðu að lokum öruggum sigri, 93-69.
Baldur Örn Jóhannesson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Samherji hans, Júlíus Orri Ágústsson, var valinn Scania Cup King.
Júlíus Orri og Stjörnumaðurinn Dúi Þór Jónsson voru valdir í úrvalslið mótsins.