Valsmaðurinn Josip Juric Grgic hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ.
Josip fékk að líta rauða og svo bláa spjaldið í upphafi seinni hálfleiks í leik ÍBV og Vals í Eyjum í gær.
Króatinn rak þá hnéð í viðkvæman stað á Eyjamanninum Róberti Aroni Hostert og fyrir það fékk hann rauða og svo bláa spjaldið.
Það kom þó ekki að sök fyrir Val sem vann leikinn 26-27 og tryggði sér sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Josip hefur áður verið dæmdur í leikbann á þessu tímabili og því fékk hann auka leik í bann.
Hann missir af fyrstu tveimur leikjunum í undanúrsliteinvígi Vals og Fram. Fyrsti leikur liðanna er í Safamýrinni á miðvikudaginn.
Josip Juric Grgic í tveggja leikja bann

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit
Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag.

Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag
Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV.

Aldrei hefur lið sem endaði jafn neðarlega sent Íslandsmeistarana í sumarfrí
Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær.