Aldrei hefur lið sem endaði jafn neðarlega sent Íslandsmeistarana í sumarfrí Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 16. apríl 2017 12:45 Guðmundur Helgi Pálsson hefur gert frábæra hluti með Fram. vísir/anton Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. Fram hefur komið gríðarlega á óvart í vetur en fyrir tímabilið bjuggust flestir við því að liðið færi niður í 1. deild, enda búnir að missa marga leikmenn frá tímabilinu á undan. Fram skaust upp í 6. sæti Olís-deildarinnar með sigri á Gróttu í lokaumferðinni og fékk að launum leiki við Íslandsmeistarana í 8-liða úrslitum. Frammarar voru ekkert hættir og gerðu sér lítið fyrir og sendu Hauka í sumarfrí eftir sigur í vítakastkeppni í gær. Þetta er í fyrsta skipti í átta liða úrslitakeppni sem Íslandsmeistarar falla úr leik fyrir liði sem endaði jafn neðarlega í deildakeppninni og Fram gerði í ár. Raunar hefur það bara sjö sinnum gerst í sögu úrslitakeppninnar að lið sem endar í 6. sæti eða neðar komist áfram í undanúrslit. Það gerðist tvisvar í ár en Valur, sem endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar, sló liðið í 2. sæti, ÍBV, einnig út í gær. Fram og Valur mætast einmitt í undanúrslitunum þar sem Frammarar eru með heimaleikjaréttinn, þrátt fyrir að hafa endað í 6. sæti í Olís-deildinni.Lið 6. sæti og neðar áfram í gegnum 8-liða úrslit: ÍR 1993 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-0 KA 1995 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-1 og fór alla leið í úrslit Afturelding 1996 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-1 FH 1999 (7. sæti) - sló Stjörnuna (2.) út 2-1 og fór alla leið í úrslit Valur 2001 (7. sæti) - sló Fram (2.) út 2-0 Fram 2017 (6. sæti) - sló Hauka (3.) út 2-1 Valur 2017 (7. sæti) - sló ÍBV (2.) út 2-1 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. Fram hefur komið gríðarlega á óvart í vetur en fyrir tímabilið bjuggust flestir við því að liðið færi niður í 1. deild, enda búnir að missa marga leikmenn frá tímabilinu á undan. Fram skaust upp í 6. sæti Olís-deildarinnar með sigri á Gróttu í lokaumferðinni og fékk að launum leiki við Íslandsmeistarana í 8-liða úrslitum. Frammarar voru ekkert hættir og gerðu sér lítið fyrir og sendu Hauka í sumarfrí eftir sigur í vítakastkeppni í gær. Þetta er í fyrsta skipti í átta liða úrslitakeppni sem Íslandsmeistarar falla úr leik fyrir liði sem endaði jafn neðarlega í deildakeppninni og Fram gerði í ár. Raunar hefur það bara sjö sinnum gerst í sögu úrslitakeppninnar að lið sem endar í 6. sæti eða neðar komist áfram í undanúrslit. Það gerðist tvisvar í ár en Valur, sem endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar, sló liðið í 2. sæti, ÍBV, einnig út í gær. Fram og Valur mætast einmitt í undanúrslitunum þar sem Frammarar eru með heimaleikjaréttinn, þrátt fyrir að hafa endað í 6. sæti í Olís-deildinni.Lið 6. sæti og neðar áfram í gegnum 8-liða úrslit: ÍR 1993 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-0 KA 1995 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-1 og fór alla leið í úrslit Afturelding 1996 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-1 FH 1999 (7. sæti) - sló Stjörnuna (2.) út 2-1 og fór alla leið í úrslit Valur 2001 (7. sæti) - sló Fram (2.) út 2-0 Fram 2017 (6. sæti) - sló Hauka (3.) út 2-1 Valur 2017 (7. sæti) - sló ÍBV (2.) út 2-1
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29
Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30