Gunnar: Stundum er sportið grimmt Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2017 19:18 Gunnar og lærisveinar eru komnir í frí. vísir/ernir „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram.„Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram.„Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti