Gunnar: Stundum er sportið grimmt Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2017 19:18 Gunnar og lærisveinar eru komnir í frí. vísir/ernir „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram.„Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram.„Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira