Sjö ára sýrlensk stúlka gefur út ævisögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 15:14 Bana al-Abed hittir forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, í desember 2016. Vísir/AFP Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri. Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri.
Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46