Sjö ára sýrlensk stúlka gefur út ævisögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 15:14 Bana al-Abed hittir forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, í desember 2016. Vísir/AFP Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri. Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri.
Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46