Leikur Lyon og Besiktas í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er loksins hafinn.
Leikurinn átti að hefjast klukkan 19:05 en var seinkað vegna óláta stuðningsmanna Besiktas.
Stuðningsmenn tyrkneska skutu flugeldum í áttina að stuðningsmönnum Lyon sem flúðu inn á völlinn.
Slagsmál brutust einnig út í stúkunni áður en lögreglan skakkaði leikinn.
Þetta er þriðja atvikið af svipuðu meiði sem á sér stað í kringum Evrópuleiki í vikunni. Á þriðjudaginn var gerð sprengjuárás á rútu Borussia Dortmund og í gær slógust stuðningsmenn Leicester City við lögregluna í Madríd fyrir leikinn gegn Atlético Madrid.
Sprendu flugelda inni á vellinum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
