Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 19:51 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson hlutu dóma í málinu. vísir/anton brink Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur þar sem þeir telja að Sigríður Hjaltested, einn af þremur dómurum í málinu í héraði, hafi verið vanhæf til að sitja í dómnum. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Hæstiréttur mun fjalla sérstaklega um þessa kröfu verjendanna þann 22. maí næstkomandi. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis.Sagði sig frá markaðsmisnotkunarmálinu vegna vanhæfis Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu.Að því er fram kemur í frétt RÚV voru svipaðar aðstæður uppi ári fyrr þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu en hvorki saksóknari né verjendur vissu af því. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem nú hafa verið felld niður. Þar af leiðandi krefjast verjendur ómerkingar nú þar sem þeir telja að Sigríður hafi verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu vegna þessara tengsla. Eins og áður segir mun Hæstiréttur fjalla sérstaklega um þessa kröfu en það hefur gerst tvisvar áður að rétturinn hafi fjallað um ómerkingarkröfu verjenda í hrunmálum, einmitt vegna meints vanhæfis dómara, og fallist á að ómerkja dómana og senda málin aftur í hérað. Það gerðist annars vegar í Aurum-málinu og hins vegar í Marple-málinu. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur þar sem þeir telja að Sigríður Hjaltested, einn af þremur dómurum í málinu í héraði, hafi verið vanhæf til að sitja í dómnum. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Hæstiréttur mun fjalla sérstaklega um þessa kröfu verjendanna þann 22. maí næstkomandi. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis.Sagði sig frá markaðsmisnotkunarmálinu vegna vanhæfis Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu.Að því er fram kemur í frétt RÚV voru svipaðar aðstæður uppi ári fyrr þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu en hvorki saksóknari né verjendur vissu af því. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem nú hafa verið felld niður. Þar af leiðandi krefjast verjendur ómerkingar nú þar sem þeir telja að Sigríður hafi verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu vegna þessara tengsla. Eins og áður segir mun Hæstiréttur fjalla sérstaklega um þessa kröfu en það hefur gerst tvisvar áður að rétturinn hafi fjallað um ómerkingarkröfu verjenda í hrunmálum, einmitt vegna meints vanhæfis dómara, og fallist á að ómerkja dómana og senda málin aftur í hérað. Það gerðist annars vegar í Aurum-málinu og hins vegar í Marple-málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41
Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36