Danski framherjinn Tobias Thomsen fer vel af stað í búningi KR en í dag tryggði hann Vesturbæjarliðinu sigur á FH, 2-1, í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Thomsen skoraði í 4-1 sigri á Þór Ak. í 8-liða úrslitunum og hann endurtók leikinn gegn Íslandsmeisturunum í dag.
Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 32. mínútu þegar hann fylgdi á eftir eigin skoti sem Gunnar Nielsen í marki FH varði.
Sjö mínútum síðar jafnaði Kristján Flóki Finnbogason metin með frábæru skoti fyrir utan teig. Kristján Flóki hefur verið sjóðheitur að undanförnu en hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum FH.
Það var svo Thomsen sem skoraði sigurmark KR á 51. mínútu eftir mistök í vörn FH. Guðmundur Karl Guðmundsson var hársbreidd frá því að jafna metin í uppbótartíma en skot hans fór í stöng KR-marksins. Lokatölur því 2-1, KR í vil.
KR mætir annað hvort KA eða Grindavík í úrslitaleiknum á annan í páskum.
Thomsen örlagavaldurinn gegn Íslandsmeisturunum

Tengdar fréttir

Skoraði sprellimark í fyrsta leiknum fyrir KR | Myndband
Danski framherjinn Tobias Thomsen lék sinn fyrsta leik fyrir KR þegar liðið vann 4-1 sigur á Þór Ak. í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í gær.

KR í undanúrslit Lengjubikarsins
KR vann þægilegan sigur á Þór, 4-1, í 8-liða úrslita Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu vestur í bær.

Daninn Tobias mættur í Vesturbæinn
KR er búið að semja við danska framherjann Tobias Thomsen.

Tobias stefnir á fimmtán mörk, gullskóinn og Íslandsmeistaratitilinn með KR
Tobias Thomsen byrjaði KR-ferilinn með marki í 4-1 sigri á Þór í Lengjubikarnum í gær.