Svendborg Rabbits undir stjórn aðstoðarlandsliðsþjálfarans Arnars Guðjónssonar er lent 2-0 undir í rimmu sinni gegn stórliði Bakken Bears í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.
Kanínurnar voru hoppandi flottar í fyrri hálfleik og voru með forskotið eftir 20 mínútur, 37-36. Í seinni hálfleik fóru þær ofan í holuna er Birnirnir tóku völdin á vellinum og unnu sannfærandi sigur á endanum, 85-70.
Bakken Bears vann fyrsta leikinn örugglega á heimavelli, 95-79, en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Horsens. Bakken-liðið vann silfur í fyrra og ætlar sér að endurheimta titilinn.
Íslenski landsliðsmaðurinn Axel Kárason skoraði átta stig fyrir Svendborg auk þess sem hann tók átta fráköst á þeim 23 mínútum sem hann spilaði.
Liðin mætast næst á heimavelli Bakken Bears en sigur þar kemur Bakken-liðinu í úrslitaeinvígið.
Kanínurnar fóru ofan í holuna í seinni hálfleik
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn
