Hannes Árdal, sem hefur starfað í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum undanfarin tvö ár, er hættur hjá verðbréfafyrirtækinu. Lét hann af störfum síðastliðinn fimmtudag, samkvæmt upplýsingum Vísis.
Hannes á tæplega 4 prósenta hlut í Fossum en fyrirtækið var stofnað vorið 2015 af Sigurbirni Þorkelssyni, fjárfesti og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Lehman Brothers, og fyrrverandi starfsmönnum í markaðsviðskiptum Straums fjárfestingabanka sem höfðu skömmu áður allir sagt upp störfum hjá bankanum.
Sigurbjörn er stærsti hluthafi Fossa með 55 prósent af A-bréfum félagsins en Haraldur I. Þórðarson, sem er framkvæmdastjóri Fossa, á hins vegar um 20 prósenta hlut. Steingrímur Arnar Finnsson, forstöðumaður Markaða, á liðlega 11,6 prósenta hlut en aðrir starfsmenn Fossa eiga umtalsvert minni hlut í félaginu.
Hannes hefur verið helsti skuldabréfamiðlari Fossa en verðbréfafyrirtækið var leiðandi í tilkynntum viðskiptum í Kauphöllinni á fyrsta ársfjórðungi með 15,8 prósenta hlutdeild í skuldabréfum og 18,6 prósent í hlutabréfum.
Hannes Árdal hættur störfum hjá Fossum mörkuðum
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Viðskipti erlent


„Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“
Viðskipti innlent


Skipti í brúnni hjá Indó
Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Gjaldþrota meðhöndlari
Viðskipti innlent


Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað
Viðskipti innlent