Handbolti

Spilaði ekki þrjá síðustu leikina en varð samt markahæst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. Vísir/Vilhelm
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er markakóngur Olís-deildar kvenna þriðja árið í röð en það var ljóst eftir að lokaumferðin kláraðist um helgina.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sleit krossband í leik með íslenska landsliðinu í Hollandi í mars og missti því að þremur síðustu umferðunum. Svo miklir voru yfirburðir hennar að engum leikmanni tókst að ná henni.

Hrafnhildur Hanna var þá búin að skora 174 mörk í 18 leikjum eða 9,7 mörk að meðaltali í leik. Hún var með mikið forskot og þetta forskot dugði henni.

Valsarinn Diana Satkauskaite komst næst því að jafna hana en vantaði á endanum tólf mörk til að jafna Hrafnhildi Hönnu.

Hrafnhildur Hanna hefur nú hækkað meðalskor sitt þrjú tímabil í röð og hefur skorað 7,7 mörk að meðaltali undanfarin fimm tímabil.



Flest mörk í Olís-deild kvenna 2016-17:

174 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi

162 - Diana Satkauskaite, Val

144 - Thea Imani Sturludóttir, Fylki

137 - Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

130 - Ester Óskarsdóttir, ÍBV

112 - Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni

110 - Lovísa Thompson, Gróttu

110 - Steinunn Björnsdóttir, Fram

104 - Maria Ines Da Silve Pereira, Haukum

100 - Christine Rishaug, Fylki

97 - Sandra Erlingsdóttir, ÍBV

96 - Ramune Pekarskyte, Haukum

91 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Gróttu

90 - Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni

82 - Solveig Lára Kjærnested, Stjörnunni

80 - Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi



Markaskor Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur síðustu fimm tímabil

2016-17: 174 mörk í 18 leikjum - 9,7 að meðaltali (Markadrottning)

2015-16: 247 mörk í 26 leikjum - 9,5 að meðaltali (Markadrottning)

2014-15: 159 mörk í 22 leikjum - 7,2 að meðaltali (Markadrottning)

2013-14: 110 mörk í 20 leikjum - 5,5 að meðaltali

2012-13: 96 mörk í 16 leikjum - 6,0 að meðaltali

Samtals: 786 mörk í 102 leikjum - 7,7 að meðaltali  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×