Hakkari heldur Netflix í gíslingu: Hótar að dreifa nýjustu seríunni af OITNB Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 11:00 Orange is the New Black, sem framleidd er af Netflix skartar meðal annars Taylor Schilling og Uzo Aduba í aðalhlutverkum. Vísir/Getty Hakkari sem segist hafa stolið nýjustu seríunni af Orange Is The New Black, krefst þess að framleiðandi og dreifandi þáttanna, Netflix streymisþjónustan, borgi sér himinháa upphæð í lausnargjald, til þess að koma í veg fyrir að hann dreifi þáttunum.Umrædd sería, sem er sú fjórða í röðinni, er gífurlega vinsæl og fjallar um raunir kvenkyns fanga en serían á ekki að koma út fyrr en þann 9. júní næstkomandi. Yrði serían sett í dreifingu nú, væri það því mun fyrr en Netflix ætlaði sér. Málið hefur vakið mikla athygli, en hakkarinn, sem kallar sig Myrkrahöfðingjann, hefur að eigin sögn nú þegar dreift fyrsta þættinum úr seríunni. Ekki hefur þó tekist að staðfesta frásögn hans. Netflix streymisveitan hefur staðfest að brotist hafi verið inn í gagnagrunn eins af dreifingaraðilum hennar í Kaliforníu. Tekið er fram að málið sé í farvegi og sé nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni. Í bréfi Myrkrahöfðingjans, þar sem kröfur hans um lausnargjald koma fram, fullyrti hann að hann hefði á sama tíma stolið fleiri þáttaröðum, frá öðrum framleiðendum og að hann myndi „krefjast skynsamlegrar þóknunar“ fyrir að dreifa þeim ekki heldur. Í opinberum gögnum frá Netflix kemur fram að streymisveitan vonast til þess að nýjasta serían af Orange Is the New Black muni gegna lykilhlutverki í að vinna fyrirtækinu inn 3,2 milljónir nýrra áskrifenda, frá apríl og til júní. Ljóst er að áform Myrkrahöfðingjans gætu sett strik í reikninginn. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hakkari sem segist hafa stolið nýjustu seríunni af Orange Is The New Black, krefst þess að framleiðandi og dreifandi þáttanna, Netflix streymisþjónustan, borgi sér himinháa upphæð í lausnargjald, til þess að koma í veg fyrir að hann dreifi þáttunum.Umrædd sería, sem er sú fjórða í röðinni, er gífurlega vinsæl og fjallar um raunir kvenkyns fanga en serían á ekki að koma út fyrr en þann 9. júní næstkomandi. Yrði serían sett í dreifingu nú, væri það því mun fyrr en Netflix ætlaði sér. Málið hefur vakið mikla athygli, en hakkarinn, sem kallar sig Myrkrahöfðingjann, hefur að eigin sögn nú þegar dreift fyrsta þættinum úr seríunni. Ekki hefur þó tekist að staðfesta frásögn hans. Netflix streymisveitan hefur staðfest að brotist hafi verið inn í gagnagrunn eins af dreifingaraðilum hennar í Kaliforníu. Tekið er fram að málið sé í farvegi og sé nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni. Í bréfi Myrkrahöfðingjans, þar sem kröfur hans um lausnargjald koma fram, fullyrti hann að hann hefði á sama tíma stolið fleiri þáttaröðum, frá öðrum framleiðendum og að hann myndi „krefjast skynsamlegrar þóknunar“ fyrir að dreifa þeim ekki heldur. Í opinberum gögnum frá Netflix kemur fram að streymisveitan vonast til þess að nýjasta serían af Orange Is the New Black muni gegna lykilhlutverki í að vinna fyrirtækinu inn 3,2 milljónir nýrra áskrifenda, frá apríl og til júní. Ljóst er að áform Myrkrahöfðingjans gætu sett strik í reikninginn.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira