Tillerson til í beinar viðræður við Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP „Auðvitað er það leiðin sem við myndum helst vilja fara,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er blaðamaður NPR spurði hann í gær hvort Bandaríkin vildu beinar viðræður við yfirvöld í Norður-Kóreu. Yrði hlutverk þeirra viðræðna að létta á spennunni á Kóreuskaga sem hefur aukist undanfarið. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu til að mynda hótað því að varpa kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. „En Norður-Kóreumenn þurfa að ákveða hvort þeir séu tilbúnir að ræða við okkur,“ sagði Tillerson enn fremur. Tillerson ávarpaði einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær. Sagði hann þar að hættan á því að norðurkóreski herinn gerði kjarnorkuárás væri raunveruleg. Þá kallaði hann eftir því að ríki heims einangruðu Norður-Kóreu með diplómatískum aðgerðum. Bandaríkin myndu beita diplómatískum og efnahagslegum aðgerðum gegn einræðisríkinu. Meðal annars viðskiptaþvingunum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem stunduðu viðskipti við stjórnvöld þar í landi. Þá væri ekki hægt að útiloka hernaðaraðgerðir. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, varaði hins vegar við hernaðaraðgerðum. „Beiting slíks valds myndi ekki leysa deiluna heldur leiða til frekari harmleiks,“ sagði Wang á fundinum. Enn fremur sagði Wang að friðsamleg lausn á kjarnorkudeilunni, með samtali og samningum, væri eina skynsamlega lausnin. Kínverjar væru tilbúnir að beita sér gegn uppbyggingu norðurkóreska hersins ef Bandaríkin létu af hernaðaræfingum með Suður-Kóreu. Slíkum tilboðum hafa Bandaríkjamenn hafnað áður þar sem þeir fara fram á að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu verði lögð til hliðar. Kínverjar eru ekki einu nágrannar Norður-Kóreu sem eru andvígir hernaðaraðgerðum. Rússar, sem eiga landamæri að ríkinu, segja slíkt óásættanlegt. Aðstoðarutanríkisráðherrann Gennady Gatilov kallaði einnig eftir því í gær að Norður-Kóreumenn hættu öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum. Öfgafull orðræða hefði þó valdið alvarlegu ástandi á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
„Auðvitað er það leiðin sem við myndum helst vilja fara,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er blaðamaður NPR spurði hann í gær hvort Bandaríkin vildu beinar viðræður við yfirvöld í Norður-Kóreu. Yrði hlutverk þeirra viðræðna að létta á spennunni á Kóreuskaga sem hefur aukist undanfarið. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu til að mynda hótað því að varpa kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. „En Norður-Kóreumenn þurfa að ákveða hvort þeir séu tilbúnir að ræða við okkur,“ sagði Tillerson enn fremur. Tillerson ávarpaði einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær. Sagði hann þar að hættan á því að norðurkóreski herinn gerði kjarnorkuárás væri raunveruleg. Þá kallaði hann eftir því að ríki heims einangruðu Norður-Kóreu með diplómatískum aðgerðum. Bandaríkin myndu beita diplómatískum og efnahagslegum aðgerðum gegn einræðisríkinu. Meðal annars viðskiptaþvingunum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem stunduðu viðskipti við stjórnvöld þar í landi. Þá væri ekki hægt að útiloka hernaðaraðgerðir. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, varaði hins vegar við hernaðaraðgerðum. „Beiting slíks valds myndi ekki leysa deiluna heldur leiða til frekari harmleiks,“ sagði Wang á fundinum. Enn fremur sagði Wang að friðsamleg lausn á kjarnorkudeilunni, með samtali og samningum, væri eina skynsamlega lausnin. Kínverjar væru tilbúnir að beita sér gegn uppbyggingu norðurkóreska hersins ef Bandaríkin létu af hernaðaræfingum með Suður-Kóreu. Slíkum tilboðum hafa Bandaríkjamenn hafnað áður þar sem þeir fara fram á að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu verði lögð til hliðar. Kínverjar eru ekki einu nágrannar Norður-Kóreu sem eru andvígir hernaðaraðgerðum. Rússar, sem eiga landamæri að ríkinu, segja slíkt óásættanlegt. Aðstoðarutanríkisráðherrann Gennady Gatilov kallaði einnig eftir því í gær að Norður-Kóreumenn hættu öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum. Öfgafull orðræða hefði þó valdið alvarlegu ástandi á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira