Íslenski boltinn

Spá því að FH verji titilinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH-ingar fagna titlinum síðasta sumar.
FH-ingar fagna titlinum síðasta sumar. vísir/ernir
Hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild karla var birt á kynningarfundi deildarinnar í hádeginu.

Það kemur lítt á óvart að því sé spáð að FH verji titilinn. KR tók annað sætið en Valur er þar rétt á eftir.

Það er nákvæmlega engin trú á liði Víkings frá Ólafsvík en þeim er spáð neðsta sætinu með aðeins 66 stig.

Nýliðar Grindavíkur falla með þeim samkvæmt spánni en hinum nýliðunum, KA, er spáð fínu gengi í sumar.

Spáin:

1. FH - 399 stig

2. KR - 379

3. Valur - 375

4. Stjarnan - 320

5. Breiðablik - 295

6. Fjölnir - 228

7. KA - 197

8. Víkingur R. - 192

9. ÍBV - 144

10. ÍA - 110

11. Grindavík - 103

12. Víkingur Ó. - 66






Fleiri fréttir

Sjá meira


×