Patrekur Jóhannesson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Selfoss en hann verður næsti þjálfari karlaliðs félagsins. Patrekur verður einnig framkvæmdastjóri handboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Patrekur tekur við starfinu af Stefáni Árnasyni sem var sagt upp störfum á dögunum.
Patrekur mun halda áfram að þjálfa karlalandslið Austurríkis samhliða starfi sínu á Selfossi.
Selfoss er fjórða liðið sem Patrekur þjálfar á Íslandi. Hann stýrði áður Stjörnunni, Val og Haukum. Hann hefur einnig þjálfað Emsdetten í Þýskalandi og verið landsliðsþjálfari Austurríkis frá 2011.
Selfoss endaði í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féll úr leik fyrir Aftureldingu í 8-liða úrslitum.
Patrekur á Selfoss

Tengdar fréttir

Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna
Stefán Árnason sem hefur náð frábærum árangri með karlalið Selfoss í handboltanum fékk sparkið.

Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn
Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið.

Patrekur: Kitlar í puttana að komast aftur út á gólf
Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson segir í samtali við Vísi að hann hafi hug á því að þjálfa aftur á Íslandi.

Patti á leið til Selfoss?
Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik.

Stefán: Ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu
Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár.