Ætla að herða þvinganir og auka pressuna á Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2017 21:53 Þingmennirnir voru fluttir með rútum í Hvíta húsið. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund. Norður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund.
Norður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira