Erlent

Erlendir vígamenn flýja hrun kalífadæmisins

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi vígamanna hafa sett sig í sambönd við sendiráð heimalanda sinna og vilja snúa aftur.
Fjöldi vígamanna hafa sett sig í sambönd við sendiráð heimalanda sinna og vilja snúa aftur.
Mikill fjöldi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins flýr nú hrun kalífadæmisins í Sýrlandi og í Írak. Margir hafa verið handteknir eða gefið sig fram við landamæri Tyrklands. Fjöldi vígamanna hafa sett sig í sambönd við sendiráð heimalanda sinna og vilja snúa aftur.

Aðrir hreintrúaðir eru þó taldir reyna að smygla sér inn í Tyrkland og þaðan til Evrópu með því markmiði að hefna komandi hruni kalífadæmisins. Samkvæmt frétt Guardian telja öryggisstofnanir í Evrópu að þar á meðal séu háttsettir meðlimir samtakanna frá mörgum Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Frakklandi, Belgíu og jafnvel Ástralíu.

Talið er að minnst 250 þeirra hafi tekist að smygla sér til Evrópu frá árslokum 2014 til miðs 2016.

Írakski herinn sækir gegn Íslamska ríkinu í Mosul og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlandi umkringja táknræna höfuðborg ISISRaqqa. Það eru tvær stærstu borgir samtakanna og mikilvæg tekjulind þeirra.

Sjá einnig: Komið að endalokum kalífadæmisins

Talið er að allt að 30 þúsund erlendir vígamenn hafi gengið til liðs við samtökin og yfirvöld í Bandaríkjunum telja að allt að 25 þúsund þeirra hafi verið felldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×