M. Night Shyamalan gerir framhald að Unbreakable og Split Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 16:50 Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable. Vísir Kvikmyndagerðarmaðurinn M. Night Shyamalan hefur uppljóstrað áætlun sína um að gera framhald myndanna Split og Unbreakable sem mun fá heitið Glass.Á vef Variety er greint frá því að Bruce Willis, Samuel L. Jackson, James McAvoy og Anya Taylor-Joy muni fara með aðalhlutverk í þessari mynd. Unbreakable kom út árið 2000 en í henni fóru Bruce Willis og Samuel L. Jackson með aðalhlutverkin. Myndin fjallaði um öryggisvörð sem kemst að því að hann er nánast ónæmur fyrir hverskyns skaða og jafnframt sterkari en meðalmaðurinn. Bruce Willis fer með hlutverk öryggisvarðarins en Samuel L. Jackson lék myndasögusafnarann Elijah Price sem er ólíkt persónu Bruce Willis, afar viðkvæmur fyrir öllu hnjaski.Split kom út í ár en hún segir frá manni sem býr yfir 23 mismunandi persónuleikum. Hann nemur þrjár táningsstúlkur á brott en þær uppgötva að þær verði að sleppa úr haldi áður en 24. persónuleikinn brýst fram í ræningja þeirra. James McAvoy og Anya Taylor-Joy léku aðalhlutverkin í Split.Shyamalan greindi frá þessu fyrirætlunum sínum á Twitter en þar sagði hann handrit þessarar myndar hafa verið í vinnslu í sautján ár. „Það var alltaf draumur minn að þessar tvær myndir myndu sameinast í þriðju myndinni,“ segir Shyamalan á Twitter. Myndin verður frumsýnd á heimsvísu 18. janúar á næsta ári.Tweets by MNightShyamalan Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn M. Night Shyamalan hefur uppljóstrað áætlun sína um að gera framhald myndanna Split og Unbreakable sem mun fá heitið Glass.Á vef Variety er greint frá því að Bruce Willis, Samuel L. Jackson, James McAvoy og Anya Taylor-Joy muni fara með aðalhlutverk í þessari mynd. Unbreakable kom út árið 2000 en í henni fóru Bruce Willis og Samuel L. Jackson með aðalhlutverkin. Myndin fjallaði um öryggisvörð sem kemst að því að hann er nánast ónæmur fyrir hverskyns skaða og jafnframt sterkari en meðalmaðurinn. Bruce Willis fer með hlutverk öryggisvarðarins en Samuel L. Jackson lék myndasögusafnarann Elijah Price sem er ólíkt persónu Bruce Willis, afar viðkvæmur fyrir öllu hnjaski.Split kom út í ár en hún segir frá manni sem býr yfir 23 mismunandi persónuleikum. Hann nemur þrjár táningsstúlkur á brott en þær uppgötva að þær verði að sleppa úr haldi áður en 24. persónuleikinn brýst fram í ræningja þeirra. James McAvoy og Anya Taylor-Joy léku aðalhlutverkin í Split.Shyamalan greindi frá þessu fyrirætlunum sínum á Twitter en þar sagði hann handrit þessarar myndar hafa verið í vinnslu í sautján ár. „Það var alltaf draumur minn að þessar tvær myndir myndu sameinast í þriðju myndinni,“ segir Shyamalan á Twitter. Myndin verður frumsýnd á heimsvísu 18. janúar á næsta ári.Tweets by MNightShyamalan
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira