Minntist eiginmanns síns: „Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier“ Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2017 15:03 Etienne Cardiles ræddi ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Vísir/AFP „Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier, þar sem það væri ekki líkt þér,“ sagði Etienne Cardiles, eiginmaður lögreglumannsins Xavier Jugelé, sem var skotinn til bana á Champs-Élysées í síðustu viku, við sérstaka minningarathöfn um Jugelé í París í gær. Í hjartnæmri ræðu sagði Cardiles að þegar fyrstu fréttir bárust um að lögreglumanni hafi verið ráðinn bani á Champs-Élysées hafi lítil rödd innra með honum sagt að um Xavier væri að ræða. Cardiles sagðist ekki finna fyrir hatri og gerði hann orð Antoine Leiris þar að sínum, en eiginkona Leiris var ein þeirra sem lét lífið inni á tónleikastaðnum Bataclan í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015. Jugelé hafði einmitt verið á vakt nálægt Bataclan þegar sú árás átti sér stað. „Þetta hatur, Xavier, ég ber það ekki í brjósti þar sem það er ekki það sem þú myndir finna. Þar sem það myndi stangast á við allt sem fékk hjarta þitt til að slá og ástæður þess að þú gekkst til liðs við lögregluna,“ sagði Cardiles og bætti við að það hafi verið sannfæring Xavier að aðstoða og vernda aðra. Jugelé barðist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og fór tvívegis til Grikklands til að starfa sem sjálfboðaliði við að aðstoða flóttafólk. Cardiles ræddi einnig ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Rifjaði hann upp þegar Jugelé spilaði lög Britney Spears í botni og varði heilu dögunum í kvikmyndahúsum til að æfa sig í ensku. „Þú lifðir eins og stjarna, þú kveður eins og stjarna,“ sagði Cardiles. Sjá má brot úr ræðunni að neðan. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
„Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier, þar sem það væri ekki líkt þér,“ sagði Etienne Cardiles, eiginmaður lögreglumannsins Xavier Jugelé, sem var skotinn til bana á Champs-Élysées í síðustu viku, við sérstaka minningarathöfn um Jugelé í París í gær. Í hjartnæmri ræðu sagði Cardiles að þegar fyrstu fréttir bárust um að lögreglumanni hafi verið ráðinn bani á Champs-Élysées hafi lítil rödd innra með honum sagt að um Xavier væri að ræða. Cardiles sagðist ekki finna fyrir hatri og gerði hann orð Antoine Leiris þar að sínum, en eiginkona Leiris var ein þeirra sem lét lífið inni á tónleikastaðnum Bataclan í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015. Jugelé hafði einmitt verið á vakt nálægt Bataclan þegar sú árás átti sér stað. „Þetta hatur, Xavier, ég ber það ekki í brjósti þar sem það er ekki það sem þú myndir finna. Þar sem það myndi stangast á við allt sem fékk hjarta þitt til að slá og ástæður þess að þú gekkst til liðs við lögregluna,“ sagði Cardiles og bætti við að það hafi verið sannfæring Xavier að aðstoða og vernda aðra. Jugelé barðist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og fór tvívegis til Grikklands til að starfa sem sjálfboðaliði við að aðstoða flóttafólk. Cardiles ræddi einnig ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Rifjaði hann upp þegar Jugelé spilaði lög Britney Spears í botni og varði heilu dögunum í kvikmyndahúsum til að æfa sig í ensku. „Þú lifðir eins og stjarna, þú kveður eins og stjarna,“ sagði Cardiles. Sjá má brot úr ræðunni að neðan.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21