Systurnar Elsa og Anna og félagar þeirra munu snúa aftur þann 27. nóvember 2019. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Disney Animation þar sem sjá má stutt myndskeið með snjókarlinum Ólafi.
Disney greindi frá því fyrir um tveimur árum að framhaldsmynd væri í pípunum. Frozen varð gríðarlega vinsæl og halaði inn 1,3 milljarða Bandaríkjadala í kvikmyndahúsum. Myndin vann Óskarsverðlaun fyrir bestu teiknuðu/tölvugerðu mynd og fyrir besta frumsamda lag – Let It Go!
Staðfest er að þau Idina Menzel, Kristen Bell og Josh Gad munu aftur ljá Elsu, Önnu og Ólafi raddir sínar. Þá er spurning hvort sömu íslensku leikarar tali inn á seinni myndina en það voru þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Bergur Ingólfsson.
Frozen 2 is coming to theaters November 27, 2019! pic.twitter.com/iW4JR2RSfm
— Disney Animation (@DisneyAnimation) April 25, 2017