Óskar Hrafn erfiðastur en Hjörvar nokkuð auðveldur viðureignar Benedikt Bóas skrifar 26. apríl 2017 07:00 „Það blundar í mér að vera meira fyrir aftan myndavélina,“ segir Auðunn Blöndal en hann leikstýrði nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-deildarmörkin sem sýnd eru á Stöð 2 Sport. Pepsi-deildin hefst með pompi og prakt á sunnudag og verður upphitunarþáttur í opinni dagskrá á föstudagskvöld. Auglýsingin var frumsýnd í gær en þetta var fyrsta leikstjórnarverkefni Auðuns. Hann skrifaði að auki handritið. „Að vera meira fyrir aftan myndavélina er eitthvað sem ég hef áhuga á. Það hefur komið með árunum og ef ég myndi fara að læra eitthvað núna þá væri það leikstjórn, ekki spurning,“ segir hann.Auðunn hefur áhuga á því að færa sig meira fyrir aftan myndavélarnar.Vísir/VilhelmAuðunn hefur átt gott ár fyrir framan myndavélina og frammistaða hans í Asíska draumnum, Satt eða logið og Steypustöðinni hefur fest hann í sessi sem frábæran leikara. Nú fór hann í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og stýrði góðvini sínum Hjörvari Hafliðasyni, Herði Magnússyni, Óskari Hrafn Þorvaldssyni og Loga Ólafssyni sem munu stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sport um Pepsi-deildina. Auk þeirra koma Íslandsmeistarar FH við sögu og Víkingur úr Reykjavík þar sem nokkrir leikmenn bera á sér bossann í sturtu. „Leikararnir fóru allir á kostum og voru hrikalega góðir. Ég hef alltaf sagt að Hörður sé til dæmis mun betri leikari en fólk áttar sig á,“ segir Auðunn en eins og flestir vita eru góð Hörður góð leikaragen í Herði en faðir hans, Magnús Ólafsson, er enn að slá í gegn á hvíta tjaldinu. „Óskar Hrafn var erfiðastur. Trúlega vegna þess að honum fannst óþægilegt að vera að leika. Hjörvar var svo nokkuð auðveldur viðureignar,“ segir hann en þeim er vel til vina. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport verður viðureign ÍA og FH á sunnudag en fyrstu Pepsi-mörkin rúlla af stað á verkalýðsdaginn, 1. maí, þegar fyrstu umferð lýkur.Meistaraflokkur Víkings Reykjavíkur berháttar sig í auglýsingunni fyrir eftirminnilegt sturtuskot. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
„Það blundar í mér að vera meira fyrir aftan myndavélina,“ segir Auðunn Blöndal en hann leikstýrði nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-deildarmörkin sem sýnd eru á Stöð 2 Sport. Pepsi-deildin hefst með pompi og prakt á sunnudag og verður upphitunarþáttur í opinni dagskrá á föstudagskvöld. Auglýsingin var frumsýnd í gær en þetta var fyrsta leikstjórnarverkefni Auðuns. Hann skrifaði að auki handritið. „Að vera meira fyrir aftan myndavélina er eitthvað sem ég hef áhuga á. Það hefur komið með árunum og ef ég myndi fara að læra eitthvað núna þá væri það leikstjórn, ekki spurning,“ segir hann.Auðunn hefur áhuga á því að færa sig meira fyrir aftan myndavélarnar.Vísir/VilhelmAuðunn hefur átt gott ár fyrir framan myndavélina og frammistaða hans í Asíska draumnum, Satt eða logið og Steypustöðinni hefur fest hann í sessi sem frábæran leikara. Nú fór hann í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og stýrði góðvini sínum Hjörvari Hafliðasyni, Herði Magnússyni, Óskari Hrafn Þorvaldssyni og Loga Ólafssyni sem munu stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sport um Pepsi-deildina. Auk þeirra koma Íslandsmeistarar FH við sögu og Víkingur úr Reykjavík þar sem nokkrir leikmenn bera á sér bossann í sturtu. „Leikararnir fóru allir á kostum og voru hrikalega góðir. Ég hef alltaf sagt að Hörður sé til dæmis mun betri leikari en fólk áttar sig á,“ segir Auðunn en eins og flestir vita eru góð Hörður góð leikaragen í Herði en faðir hans, Magnús Ólafsson, er enn að slá í gegn á hvíta tjaldinu. „Óskar Hrafn var erfiðastur. Trúlega vegna þess að honum fannst óþægilegt að vera að leika. Hjörvar var svo nokkuð auðveldur viðureignar,“ segir hann en þeim er vel til vina. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport verður viðureign ÍA og FH á sunnudag en fyrstu Pepsi-mörkin rúlla af stað á verkalýðsdaginn, 1. maí, þegar fyrstu umferð lýkur.Meistaraflokkur Víkings Reykjavíkur berháttar sig í auglýsingunni fyrir eftirminnilegt sturtuskot.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira