Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun veitti United Silicon framlengdan frest til að bregðast við þeim áformum stofnunarinnar að stöðva starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík. Áður en fresturinn rann út í gær barst svar frá fyrirtækinu.
Í bréfinu sem er undirritað af lögmanni United Silicon og fréttastofan hefur undir höndum kemur fram að stjórn fyrirtækisins hafi sett í algjöran forgang að leysa vandamál sem tengjast ljósbogaofni í kísilverinu.
Stærsta vandamál fyrirtækisins sé lítill rekstrartími ljósbogaofnsins vegna fjölmargra ofnstöðvana og keyrslu ofnsins á lágu álagi. Alvarlegasta afleiðingin af þessum litla rekstrartíma sé losun lyktar en henni hafi fylgt óþægindi fyrir íbúa Reykjanesbæjar. United Silicon réð norska ráðgjafarfyrirtækið Multikonsult til að leysa vandamálið.
Í svarbréfinu segir: „Félagið hefur í samráði við Multikonsult ákveðið að leita til norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU (Norsk institutt for luftforskning) til þess að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni verksmiðjunnar þegar ofninn verður ræstur að nýju. Við þessar rannsóknir er óhjákvæmilegt að lykt berist frá verksmiðjunni en félagið mun í samráði við UST og með góðum fyrirvara tilkynna opinberlega um hvenær helst muni lyktar að vænta og vinna jafnt og þétt að aðgerðum til að draga úr hættu á lykt.“
Í bréfinu segir jafnframt að United Silicon geri ekki efnislegar athugasemdir við áform Umhverfisstofnunar enda hafi félagið engin áform um að ræsa ljósbogaofninn að nýju án samráðs við stofnunina.
Tengdar fréttir

United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar
Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað.

ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða
Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars.

Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilvers í Helguvík
Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar.

Ofnstöðvun skýrir mengun
Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu.

United Silicon fékk frest til mánudags
"Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.

Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon
Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt.

Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu
Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi

Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon
Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða.

Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi
Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni.

Kísilóværa
Bréf Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar vegna mengunar sem stafar frá kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík er skuggaleg og á köflum óþægileg lesning.

Fátt um svör hjá forstjóra United Silicon
Umhverfisstofnun hefur framlengt frest sem United Silicon hefur til þess að skila mótmælum vegna fyrirhugaðrar lokunar fyrirtæksins til mánudagskvölds. Umhverfisstofnun og stjórnendur United Silicon funduðu um málið í dag.

Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon
Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar.

Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins
Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út.

Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska
Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík.