Vill að 13 Reasons Why verði skylduáhorf í skólum Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2017 15:51 Kate Walsh og Katherine Langford í hlutverki mæðgnanna Oliviu og Hönnuh Baker í 13 Reasons Why. Netflix Netflix-þáttaröðin 13 Reasons Why hefur vakið mikla athygli og umræðu undanfarnar vikur. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á.Nýverið vöruðu geðheilbrigðissamtök við þessum þáttum en ein af aðalleikkonum þeirra, Kate Walsh, er þeirrar skoðunar að þættirnir eigi að vera skylduáhorf í skólum. Walsh leikur móður Hannah Baker sem fremur sjálfsmorð en í viðtali við The Huffington Post sagði Walsh að framleiðendur þáttanna hefðu ákveðið að strípa dauðdaga stúlkunnar af öllum ljóma til að sýna slíkan hörmulegan atburð í réttu ljósi. „Áhorfendur hafa brugðist misjafnlega við dauðdaga Hönnuh og einnig því sem við kemur kynferðisofbeldi og nauðgun,“ sagði Walsh. „Framleiðendur þáttanna voru þó ákveðnir í að sýna að það væri ekki hægt að fegra slíka hluti, að það væri ekkert dularfullt við þá, hvað þá draumkennt.“ Hún segir þættina reyna að takast á við þunglyndi og andleg veikindi og sýna hvernig það er þegar einhver reynir í raun og veru að fyrirfara sér. „Það er ljótt og mjög þungbært en eitthvað sem á að sýna. Mér finnst að þessir þættir ættu að vera skylduáhorf í skólum. Að foreldrar, kennarar og nemendur horfi á þetta og ræði kynferðisofbeldi, einelti, málefni hinsegin fólks, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna, sjálfsvíg, þunglyndi og andlega heilsu.“ Walsh er á því að opin umræða um þessi málefni muni hjálpa ungu fólki að þekkja og takast á við misnotkun og andleg veikindi. Það er hennar von að slík umræða muni rjúfa þögnina og lyfta skömminni af þessum málefnum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Netflix-þáttaröðin 13 Reasons Why hefur vakið mikla athygli og umræðu undanfarnar vikur. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á.Nýverið vöruðu geðheilbrigðissamtök við þessum þáttum en ein af aðalleikkonum þeirra, Kate Walsh, er þeirrar skoðunar að þættirnir eigi að vera skylduáhorf í skólum. Walsh leikur móður Hannah Baker sem fremur sjálfsmorð en í viðtali við The Huffington Post sagði Walsh að framleiðendur þáttanna hefðu ákveðið að strípa dauðdaga stúlkunnar af öllum ljóma til að sýna slíkan hörmulegan atburð í réttu ljósi. „Áhorfendur hafa brugðist misjafnlega við dauðdaga Hönnuh og einnig því sem við kemur kynferðisofbeldi og nauðgun,“ sagði Walsh. „Framleiðendur þáttanna voru þó ákveðnir í að sýna að það væri ekki hægt að fegra slíka hluti, að það væri ekkert dularfullt við þá, hvað þá draumkennt.“ Hún segir þættina reyna að takast á við þunglyndi og andleg veikindi og sýna hvernig það er þegar einhver reynir í raun og veru að fyrirfara sér. „Það er ljótt og mjög þungbært en eitthvað sem á að sýna. Mér finnst að þessir þættir ættu að vera skylduáhorf í skólum. Að foreldrar, kennarar og nemendur horfi á þetta og ræði kynferðisofbeldi, einelti, málefni hinsegin fólks, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna, sjálfsvíg, þunglyndi og andlega heilsu.“ Walsh er á því að opin umræða um þessi málefni muni hjálpa ungu fólki að þekkja og takast á við misnotkun og andleg veikindi. Það er hennar von að slík umræða muni rjúfa þögnina og lyfta skömminni af þessum málefnum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42