Þó svo að keppnistímabilið á Íslandsmótinu í knattspyrnu sé ekki hafið er fyrstu umferðinni í Borgunarbikar karla lokið.
Fyrsti leikurinn í Borgunarbikarnum fór fram mánudaginn 17. apríl er Fjarðabyggð vann 1-0 sigur á Einherja frá Vopnafirði í Austurlandslag. Zoran Vujovic skoraði sigurmark leiksins.
Alls tóku 52 lið þátt í fyrstu umferðinni en þau eru öll úr annarri, þriðju og fjórðu deild.
Liðin tólf úr Inkasso-deildinni bætast í hópinn í 2. umferð keppninnar sem hefst með viðureign Nökkva og Magna á fimmtudagskvöldið. Umferðinni lýkur svo á sunnudagskvöld en alls eru 20 leikir í 2. umferðinni.
Tólf lið úr Pepsi-deildinni koma svo inn í keppnina í 32-liða úrslitunum, ásamt sigurvegurunum úr leikjunum 20 í 2. umferð.
Á vef KSÍ má sjá úrslitin úr 1. umferð bikarsins en hér fyrir neðan eru allir leikir helgarinnar í Borgunarbikarnum.
Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Borgunarbikarnum í 32-liða úrslitum og að venju verða markaþættir í hverri umferð eftir að 32-liða úrslitin hefjast.
Fimmtudagur:
20.00 Nökkvi - Magni
Föstudagur
19.00 Selfoss - Kormákur/Hvöt
19.00 Keflavík - Víðir
19.00 HK - Fram
Laugardagur:
13.00 Árborg - Hamar
14.00 Tindastóll - Þór
14.00 Afríka - Þróttur R.
14.00 ÍH - KH
14.00 Kári - Augnablik
14.00 Njarðvík - ÍR
14.00 Fylkir - Vatnaliljur
14.00 Reynir S. - Haukar
14.00 Álftanes - Ægir
14.00 GG - Þróttur V.
14.00 Sindri - Huginn
16.00 Berserkir - KFR
17.00 Stokkseyri - Leiknir R.
Sunnudagur:
14.00 Fjarðabyggð - Leiknir F.
14.00 Dalvík/Reynir - Völsungur
19.00 KFG - Grótta
