UKIP lofar búrkubanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2017 10:04 Paul Nuttal, leiðtogi breska stjórnmálaflokksins UKIP, situr fyrir aftan fyrrverandi leiðtogann, Nigel Farage, á Evrópuþinginu í Strasbourg í byrjun apríl. Vísir/Getty Breski stjórnmálaflokkurinn UKIP heitir því að banna búrkur í nýrri stefnuyfirlýsingu sinni. Þetta sagði leiðtogi flokksins, Paul Nuttal, í viðtali í þætti á BBC. Búrkur eru trúar- og menningarlegur klæðnaður kvenna innan íslam. Nuttal sagði að það að klæðast búrkum, sem hylja allt andlitið, eða niqab, sem hylja allt andlitið nema augun, á almannafæri væri ógn við öryggi og kæmi í veg fyrir samþættingu múslima inn í breskt samfélag. Hann sagði að þær konur sem brytu búrku-lögin yrðu sektaðar. Þá hefur UKIP einnig lofað því að banna sharia-lög. „Öryggisógnin er á hærra stigi en venjulega um þessar mundir og til þess að öryggismyndavélar nái að gegna hlutverki sínu verðum við að geta séð framan í fólk,“ sagði Nuttel. „Þetta yrði í takt við það sem er að gerast í öðrum Evrópulöndum á borð við Belgíu, Búlgaríu – það er meira að segja búrkubann í Barcelona, á sumum stöðum á Ítalíu og, einmitt, Angela Merkel er að tala um þetta í Þýskalandi í augnablikinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem UKIP leggur til búrkubann en þáverandi leiðtogi flokksins, Nigel Farage, lagði eitt slíkt fram árið 2010. Síðan hafði flokkurinn hætt við tillöguna og hún birtist ekki í stefnuyfirlýsingu hans árið 2015. Slæður sem hylja allt andlitið eru nú þegar bannaðar á almannafæri í sumum Evrópulöndum, þ.á.m. í Frakklandi, þar sem forsetakosningar eru haldnar í dag. Erlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Breski stjórnmálaflokkurinn UKIP heitir því að banna búrkur í nýrri stefnuyfirlýsingu sinni. Þetta sagði leiðtogi flokksins, Paul Nuttal, í viðtali í þætti á BBC. Búrkur eru trúar- og menningarlegur klæðnaður kvenna innan íslam. Nuttal sagði að það að klæðast búrkum, sem hylja allt andlitið, eða niqab, sem hylja allt andlitið nema augun, á almannafæri væri ógn við öryggi og kæmi í veg fyrir samþættingu múslima inn í breskt samfélag. Hann sagði að þær konur sem brytu búrku-lögin yrðu sektaðar. Þá hefur UKIP einnig lofað því að banna sharia-lög. „Öryggisógnin er á hærra stigi en venjulega um þessar mundir og til þess að öryggismyndavélar nái að gegna hlutverki sínu verðum við að geta séð framan í fólk,“ sagði Nuttel. „Þetta yrði í takt við það sem er að gerast í öðrum Evrópulöndum á borð við Belgíu, Búlgaríu – það er meira að segja búrkubann í Barcelona, á sumum stöðum á Ítalíu og, einmitt, Angela Merkel er að tala um þetta í Þýskalandi í augnablikinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem UKIP leggur til búrkubann en þáverandi leiðtogi flokksins, Nigel Farage, lagði eitt slíkt fram árið 2010. Síðan hafði flokkurinn hætt við tillöguna og hún birtist ekki í stefnuyfirlýsingu hans árið 2015. Slæður sem hylja allt andlitið eru nú þegar bannaðar á almannafæri í sumum Evrópulöndum, þ.á.m. í Frakklandi, þar sem forsetakosningar eru haldnar í dag.
Erlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira