Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. apríl 2017 18:45 Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. Á meðan verður Reykjanesbær af tekjum. Þrátt fyrir það styður bæjarstjórinn að öllu leiti aðgerðir Umhverfisstofnunar um tímabundna lokun. United Silicon hefur starfsleyfi fyrir fjórum ljósbogaofnum sem að framleiða kísilmálm. Hver ofn á að framleiða 22.900 tonn á ári. Fyrsti ofninn var gangsettur um miðjan nóvember á síðasta ári og fékk nafnið Ísabella. Síðan þá hefur allt gengið á aftur fótunum. Stefna fyrirtækisins var að verða stærsta kísilmálmverksmiðja í heimi. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá forstjóra fyrirtækisins Helga Þórhallsson í viðtal en án árangurs. Enginn framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags en slökkva þurfti á eina ljósbogaofni verksmiðjunnar vegna slökkvistarfa. Þann sama dag ætlaði Umhverfisstofnun að framkvæma viðamikla úttekt á starfseminni á staðnum og hugðist stöðva hana vegna þeirra fjölmörgu mengunarmála sem komið hafa upp á aðeins fimm mánaða starfs tíma fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi frest til hádegis í dag til þess að skila andmælum vegna lokunarinnar en fékk framlengingu til miðnættis á mánudag. Stjórnendur United Silicon boðuðu til starfsmannafundar í dag þar sem starfsmönnum var gerð grein fyrir stöðu fyrirtækisins.Hvað var farið yfir með starfsmönnum á fundi í morgun?„Bara stöðuna eins og hún er í dag. Hvað er verið að gera og hvernig framtíðin lítur út,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon.Verksmiðja United Silicon.Vísir/EyþórHjá fyrirtækinu starfa rúmlega sextíu manns og segir Kristleifur ugg í þeim vegna stöðunnar. „Starfsmenn lesa fréttir og þeir auðvitað óttast það sem er verið að tala um í fréttum en við gátum leiðrétt þar sem hefur komið fram í fréttum og við sjáum framtíð og starfsmenn sjá framtíð,“ segir Kristleifur. Kristleifur segir sérfræðinga frá framleiðanda og frá Noregi leiti allra leiða til þess að koma í veg fyrir þá mengun sem komið hefur frá fyrirtækinu frá því ljósbogaofninn var gangsettur. „Við ætlum ekkert að setja í gang fyrr en það eru komnar einhverjar lausnir til þess að lágmarka þessa lykt,“ segir Kristleifur.Hvað búist þið við að vera stopp lengi?„Eins lengi og þarf,“ segir Kristleifur. Í dag koma enga tekjur inn til fyrirtækisins þar sem framleiðslan er stopp en Kristleifur segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það. „Það er búið að fjármagna það,“ segir Kristleifur.Er það gert með rekstrarstöðvunartryggingu?„Það eru nokkra leiðir til þess að en það er ekkert vandamál í því,“ segir Kristleifur.Það er enginn að fara missa vinnuna?„Nei,“ segir Kristleifur.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Þetta verður ekki reyndin. Það er að segja ef þeir komast ekki fyrir þetta mennirnir og þeir sem stjórna þessu og koma þessu ekki í lag þá vera ekki reistir hér fleiri ofnar það er alveg á hreinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Stöðvist starfsemi United Silicon til frambúðar getur það haft mikil áhrif á fjárhag Reykjanesbæjar en bærinn hefur lagt á annan tug milljarða í höfnina í Helguvík. „Ef að stöðvunin verður til lengri tíma þá auðvitað hefur það áhrif á þær áætlanir sem að við erum að vinna eftir í dag en til skemmri tíma er þetta líka alvarlegt mál fyrir okkur að tapa þessum tekjum ef að af því yrði,“ segir Kjartan. United Silicon Tengdar fréttir ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 United Silicon fékk frest til mánudags "Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. 21. apríl 2017 11:50 Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi 20. apríl 2017 13:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni. 20. apríl 2017 19:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. Á meðan verður Reykjanesbær af tekjum. Þrátt fyrir það styður bæjarstjórinn að öllu leiti aðgerðir Umhverfisstofnunar um tímabundna lokun. United Silicon hefur starfsleyfi fyrir fjórum ljósbogaofnum sem að framleiða kísilmálm. Hver ofn á að framleiða 22.900 tonn á ári. Fyrsti ofninn var gangsettur um miðjan nóvember á síðasta ári og fékk nafnið Ísabella. Síðan þá hefur allt gengið á aftur fótunum. Stefna fyrirtækisins var að verða stærsta kísilmálmverksmiðja í heimi. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá forstjóra fyrirtækisins Helga Þórhallsson í viðtal en án árangurs. Enginn framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags en slökkva þurfti á eina ljósbogaofni verksmiðjunnar vegna slökkvistarfa. Þann sama dag ætlaði Umhverfisstofnun að framkvæma viðamikla úttekt á starfseminni á staðnum og hugðist stöðva hana vegna þeirra fjölmörgu mengunarmála sem komið hafa upp á aðeins fimm mánaða starfs tíma fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi frest til hádegis í dag til þess að skila andmælum vegna lokunarinnar en fékk framlengingu til miðnættis á mánudag. Stjórnendur United Silicon boðuðu til starfsmannafundar í dag þar sem starfsmönnum var gerð grein fyrir stöðu fyrirtækisins.Hvað var farið yfir með starfsmönnum á fundi í morgun?„Bara stöðuna eins og hún er í dag. Hvað er verið að gera og hvernig framtíðin lítur út,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon.Verksmiðja United Silicon.Vísir/EyþórHjá fyrirtækinu starfa rúmlega sextíu manns og segir Kristleifur ugg í þeim vegna stöðunnar. „Starfsmenn lesa fréttir og þeir auðvitað óttast það sem er verið að tala um í fréttum en við gátum leiðrétt þar sem hefur komið fram í fréttum og við sjáum framtíð og starfsmenn sjá framtíð,“ segir Kristleifur. Kristleifur segir sérfræðinga frá framleiðanda og frá Noregi leiti allra leiða til þess að koma í veg fyrir þá mengun sem komið hefur frá fyrirtækinu frá því ljósbogaofninn var gangsettur. „Við ætlum ekkert að setja í gang fyrr en það eru komnar einhverjar lausnir til þess að lágmarka þessa lykt,“ segir Kristleifur.Hvað búist þið við að vera stopp lengi?„Eins lengi og þarf,“ segir Kristleifur. Í dag koma enga tekjur inn til fyrirtækisins þar sem framleiðslan er stopp en Kristleifur segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það. „Það er búið að fjármagna það,“ segir Kristleifur.Er það gert með rekstrarstöðvunartryggingu?„Það eru nokkra leiðir til þess að en það er ekkert vandamál í því,“ segir Kristleifur.Það er enginn að fara missa vinnuna?„Nei,“ segir Kristleifur.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Þetta verður ekki reyndin. Það er að segja ef þeir komast ekki fyrir þetta mennirnir og þeir sem stjórna þessu og koma þessu ekki í lag þá vera ekki reistir hér fleiri ofnar það er alveg á hreinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Stöðvist starfsemi United Silicon til frambúðar getur það haft mikil áhrif á fjárhag Reykjanesbæjar en bærinn hefur lagt á annan tug milljarða í höfnina í Helguvík. „Ef að stöðvunin verður til lengri tíma þá auðvitað hefur það áhrif á þær áætlanir sem að við erum að vinna eftir í dag en til skemmri tíma er þetta líka alvarlegt mál fyrir okkur að tapa þessum tekjum ef að af því yrði,“ segir Kjartan.
United Silicon Tengdar fréttir ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 United Silicon fékk frest til mánudags "Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. 21. apríl 2017 11:50 Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi 20. apríl 2017 13:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni. 20. apríl 2017 19:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00
United Silicon fékk frest til mánudags "Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. 21. apríl 2017 11:50
Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi 20. apríl 2017 13:00
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00
Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni. 20. apríl 2017 19:00