Varar Assad við því að beita efnavopnum aftur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 13:26 James Mattis og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísreal, funduðu í dag. Vísir/AFP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09
Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34